Lesbók12.11.02 — Númi Fannsker

Arnaldur Indriđason hefur sent frá sér enn eina söguna um sérlundađa rannsóknarlögreglumanninn Erlend - einskonar íslenskan inspector Morse. Hann er enn í sömu krumpuđu jakkafötunum og jafnkomplexađur og í fyrri bókunum ţó reyndar sé lesandinn ađ fá smá botn í persónuna sem afhjúpar sitt kringummúrađa sjálf sífellt meira međ hverri bók.

Enn hefur veriđ framiđ morđ, ađ ţessu sinni á vinsćlu reykvísku hóteli skömmu fyrir jól. Lesandinn fylgist međ rannsókn Erlends, Sigurđar Óla og Elínborgar á ţessum dularfulla verknađi og smátt og smátt skýrist myndin. Inn í ţetta er svo blandađ fortíđardraugum Erlends, samskiptum hans viđ fíkilinn dóttur sína, vangaveltum um gildi fjölskyldunnar, ábyrgđ foreldra gegn börnum sínum og ţćr vćntingar sem ţeir vilja oft gera til ţeirra.

Öllu er ţessu feykivel fléttađ saman ţannig ađ áhuginn á högum Erlends er t.d. engu minni hjá lesandanum en á sjálfri morđgátunni. Ţar liggur nefnilega helsti styrkleiki söguhöfundar - hann skrifar geysiáhugaverđar persónur sem eru jafnvel áhugaverđari en framgangur sögunnar.

Í stuttu máli má segja ađ sagan sé eins og viđ var ađ búast, ćsispennandi morđgáta og mannleg sýn á hetjuna Erlend sem er bara manneskja, ţrátt fyrir allt. Svo spennandi reyndar ađ ég las hana í einum rykk og varđ yfir mig hissa á endinum - ég meina tenórinn var dularfullur en samsćri hans og stjórnandans var snilldarlegur endir á prýđisgóđri glćpasögu.

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182