Lesbók10.06.02 — Númi Fannsker

Jæja, þá er afmæli mitt yfirstaðið. Ég ákvað að bjóða ritstjórninni svona upp á smá veislu á skrifstofunni í gær og hafði gert allt klárt á föstudagskvöldið. Bauð ég svo drengjunum í það sem ég kallaði "rannsóknaræði", þar sem ég sagðist vilja útskýrar fyrir þeim kenningar mínar um tengsl gangs himintungla við hagmælsku í sveitum Íslands. Þeir bitu á agnið, og þó ekki.

Þegar ég mætti (snemma) til að taka á móti þeim var ekki arða eftir af vaxtertunni sem ég hafði lagt á borð til skrauts, einnig var hálfur plastbanani á gólfinu, sem augljóslega hafði verið bitið í. Þegar svo kom að sjálfri veislunni mættu þeir Spesi og Kaktuz saman en Myglar og Enter létu ekki sjá sig, enda "uppteknir" við efnisöflun í nýja bók sína "Drykkir og barmenning", sem væntanlegt er að komi út á næstu mánuðum, þeir hafa í það minnsta viðað að sér gríðarlegu magni upplýsinga. Ég hitaði púns fyrir þá sem þó mættu, leysti fá skjóðunni um raunverulegan tilgang veislunnar og bauð þeim að gjöra svo vel. Viti menn, dregur þá Spesi ekki upp úr pússi sínu bók eina, allforna, og réttir mér. Muldrar "til hamingju" og klappar mér á öxlina. Slíkt hið sama gerir Kaktuz, nema hvað bókin er nýlegri. Þeir mundu þá eftir deginum blessaðir englarnir. Ég fór náttúrulega að skæla eins og smástrákur og eyddum við kvöldinu saman við púnsdrykkju, þar sem ég las upp úr bókum þeim sem höfðingjarnir færðu mér: Bréfum Gunnars Blöndal, beykis og ævisögu séra Þorleiks á Svola. Já það er sannarlega gott eiga góða að.

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182