Lesbók05.06.02 — Spesi

Já, hamingjan er ei föl fyrir fé. Í dag er ég glaður, í dag vil ég syngja. Ég hefi ávallt verið árrisull maður, en í dag sló ég meir að segja sjálfum mér við og mætti á skrifstofuna fyrir allar aldir. Mikið er yndislegt að vera á fótum þegar aðrir sofa. Á slíkum stundum finnur maður fyrir yfirburðum sínum sem manneskju.

Hins vegar var allt á rúi og stúi hér þegar ég kom. Sá sem fór síðastur virðist hafa tekið einhvers kyns brjálæðiskast. Ég hefi Enter grunaðan. Á skrifborði hans (ef skrifborð skyldi kalla) lágu einnig nokkrar pappírsarkir með óskiljanlegu hripi. Það eina sem ég gat greint var textinn "Fréttir morgundagsins". Hvaða morgundag er maðurinn að meina? Bjáni.

Númi hefir undanfarna daga verið að skreyta skrifstofuna, meðal annars með blöðrum sem á stendur Til hamingju. Ekki veit ég hvað það stendur fyrir, en eitt er víst: Ég ætla að láta sem ég sjái þetta ekki svo Númi ginni mig ekki í enn eina vitleysuna. Mér rennur enn kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég rifja upp ævintýrið með skúminn.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182