Lesbók30.09.02 — Númi Fannsker

'Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?' - svo kvað skáldið Insol og spurning hans ómar enn um samfélagið allt. Oft hefur takmarkið virst innan seilingar, t.d. þegar forsvarsmenn Smáralindar og Perlunnar létu í ljós vilja til að gera mannkyninu þann stóra greiða að koma slíkri starfsemi á fót í húsakynnum sínum. Allt kom þó fyrir ekki, enda máttur auðvaldsins mikill og mótspyrna hinna kúguðu þræla þess engin. Á Íslandi hefir því engin opinber stjörnusambandsstöð risið enn. Á þessu gæti þó orðið nokkur breyting.

Í Vatnsmýri, þar sem áður var skemmtigarður (Tívólí), stendur nú bygging nýmóðins líftæknifyrirtækis - reisuleg mjög, með myndarlegu síki (sem hentar vel undir flottengi) og síðast en ekki síst allmyndarlegu stæði undir framtrjónu (en slík trjóna þjónar lykilhlutverki við frumtengingu). Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa fækkað mjög starfsmönnum þess, svo mjög að byggingin stendur nú nánast auð. Þeir örfáu starfsmenn sem eftir eru komast auðveldlega fyrir á lager fyrirtækisins.

Ég vil því nota þetta tækifæri og skora á forsvarsmenn fyrirtækisins að færa Samtökum um Nýal og gjörkosmískar megineindir húsnæðið að gjöf og leggja þannig sín gullnu lóð á vogarskálar heimsbyggðarinnar allrar.

Skorist þeir undan getum við svosem beðið þær vikur sem fyrirtækið á eftir ólifað og biðlað til ríkisstjórnarinnar eftir að hún kaupir af þeim bygginguna.

Góðar stundir.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182