Lesbók18.03.02 — Spesi

Jæja, þá ég loksins laus við kóleruna, í bili að minnsta kosti. Ástandið hér á skrifstofu Baggalúts er ágætt, en augljóst er þó hversu mikilvægur hlekkur ég er í starfseminni.

Númi virðist vera eitthvað lasinn, en harðneitar þó að fara heim. Læknirinn sagði honum víst að drekka nóg af vökva og þeim ráðum hefur hann fylgt af krafti, en þó virðist hann ekki vera á batavegi.

Enter er búinn að fá sér nýja rottu, hin andaðist víst sviplega án minnar hjálpar (því miður). Þessi rotta virðist vera í meira uppáhaldi en hin, því hann klæðir hana í einhvers konar bómullarklæðnað, vægast sagt mjög ósmekklegt. Jæja, hún verður ekki langlíf.

Herbert hringir þessa dagana mikið á skrifstofuna og vælir eitthvað um mannrán og pyntingar. Meira bullið sem vellur upp úr þessum manni, hver réði hann eiginlega? Svo lét hann víst eins og vænisjúkur á síðasta fundi með Reuters mönnum. Þeir hringdu forviða í mig og töluðu eitthvað um að hann hafi synt hring eftir hring í sundlaug hótelsins, gólandi og veinandi. Ég ætla að ræða þetta við Kaktuz og Myglar, þeir virðast vera þeir einu sem skilja hvað gengur að manninum...

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182