Lesbók18.01.02 — Númi Fannsker

Mér varð það á í gærkveldi að opna fyrir sjónvarpið, nánar tiltekið fréttirnar sem oftast valda mér óbærilegum leiðindum. Þar þuldi Elín Hirst upp fregnir af japönskum vísindamönnum sem hyggjast hefja hvalaeldi í sjókvíum. Þarna yrði þá komið fyrir hvölum af ýmsum tegundum, sérstaklega hinum meðfærilegri, eins og t.d. hrefnum og þeir aldir eins og hverjir aðrir fiskar.

"Húrra!" hrópaði ég upp yfir mig og hugsaði: "loksins hefur einhver tekið af skarið um að framkvæma þessa snilldarhugmynd sem ég hefi reyndar margoft lagt til við íslensk stjórnvöld". Sjáið nú fyrir ykkur íslenskan fjörð, eins og t.d. Hvalfjörðinn (hahaha), þar sem komið væri fyrir í kvíum þúsundum hvala! Skapa mætti fjölmörg störf við að fæða skepnurnar og svo slátra þeim í gömlu hvalstöðinni. Ferðamannastraumur myndi aukast og líf glæðast á nýjan leik í Hvalfjörðinn. Ég vil hvetja alla sem annt er um þjóð sína og rætur að fylgjast nú vel með frændum vorum japönum, sæta lagi og hefja undirbúning að endurreisn hvalaiðnaðar á Íslandi!

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182