Lesbók18.01.02 — Spesi

Ekki er ég nú sérlega vel að mér í knattspyrnuíþróttinni. Ég hreinlega skil ekki þessa menn. Ekki út af þessari gömlu klisju "22 fullorðnir menn að hlaupa eftir einhverri leðurtuðru".

Nei, þá hlið knattspyrnunnar skil ég vel, enda ekki nema hollt hverjum og einum að stunda hugsunarlausa og tilgangslausa hreyfingu af og til.

Það sem ég á hins vegar bágt með að skilja er þetta sífellda flakk leikmanna milli félaga.

Sumir yfirgefa gamla góða félagið sitt sem þeir ólust má segja upp hjá og hreinlega fara til annars lands og ganga í annað félag, aðdáendum þeirra til mikillar armæðu. Oft tekur það áhangendurna töluverðan tíma að jafna sig eftir slík áföll.

Aðrir leikmenn gefa út heilmiklar yfirlýsingar um hvað hitt og þetta félag sé nú gott og gaman væri að ganga til liðs við það, en svo fellur allt um sjálft sig, leikmaðurinn fer öllum að óvörum til annars liðs, jafnvel í allt aðra deild!

Kostirnir við þetta fyrirkomulag eru þó þeir að af og til skjóta upp kollinum ungir og efnilegir leikmenn sem þyrstir að spila með liðinu og er þá alltaf gaman að fá þá til reynslu, jafnvel þó ekkert verði úr.

Þá vill það oft vera svo að einmitt þegar liðið vantar sárlega góðan leikmann þá er enginn á lausu, en svo þegar gengið er ágætt banka hinir og þessir upp á og vilja vera með.

Já, knattspyrnan er margræð og einstök íþrótt sem gaman er að stunda, þó ýmist séu skin eða skúrir á leikmannamarkaðnum. En kannski er það einmitt það sem gerir þetta allt svo heillandi.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182