Lesbók10.01.02 — Enter

Eftir að hafa gengið frá á kontórnum brá ég mér inn á kaffistofu og settist þar niður til að lesa dagblöðin. Heldur var subbulegt um að litast á matarborðinu, en þar hafði einhver skilið eftir tvær tómar bjórdósir auk þess sem brauðmylsna var út um allt. Ég bar mig til við að þurrka af borðinu en það vildi ekki betur til en svo að ég rann á blautum kaffikorgi á gólfinu,rak höfuðið í borðplötuna og rotaðist.

Ég vissi ekki af mér fyrr en um á gólfi fangaklefa, sennilega góðri klukkustund síðar. Ég var afar vankaður og var svo óheppinn að þegar ég reyndi að standa á fætur lyppaðist ég þegar niður aftur og skall með höfuðið í steingólfið. Þar sem ég var við að falla aftur í yfirlið kom þó góður félagi minn, Númi Fannsker, aðvífandi og leysti mig úr haldi. Hann fór af ljúfmennsku sinni með mig heim til sín og gaf mér einhvers konar skyrhræring, afar bragðvondan. Ég var svo aumur í höfðinu að áður en varði hafði ég lognast út af aftur.

Nú sit ég á eins kyns heisluhæli við Grafarvoginn og hripa þetta niður. Númi, þessi öðlingur, hefur komið mér hingað til umönnunar og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Ég er þó talsvert ringlaður ennþá og ekki fyllilega búinn að átta mig á gangi mála.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182