Lesbók28.04.07 — Enter

Ég varđ ţess heiđurs ađnjótandi ađ sjá kvikmyndina „Heiđursskauta“, eđa „Blades og glory“ og er skemmst frá ţví ađ segja ađ ég skemmti mér konunglega. Ég flissađi, skríkti, veltist um og hálfkúgađist jafnvel á tímabili af hlátri. Sem er fátítt.

Ađ miklum hluta til er ţađ hinum ć fyndnari Will Ferrell
ađ kenna, hvern ég ţoldi illa í árdaga, en hann er hér í banastuđi - einnig er hinn óheppilega tennti Jonathan Heder
afar skemmtilegur, en hann kannast menn vonandi viđ úr hinni nördum prýddu „Napoleon Dynamite“.

Ţetta glimrandi skemmtilega par fer algerlega á kostum í tvíliđaleik karla í listskautadansi og gerir ţessa virđingaverđu íţrótt í senn áhugaverđa og skemmtilega - og er ţađ vel.

Handritsgerđ var til fyrirmyndar, en tildrög hennar eru mér nokkur ráđgáta. Svo virđist sem félagarnir lítt ţekktu John Altschuler og Dave Krinsky, sem helst hafa unniđ sér til frćgđar ađ skrifa ţćtti af hinni ömurlegu lágkúr „King of the hill“ (ţann síđasta áriđ 2002) hafi eytt síđustu árum í ađ fínpússa leikgerđ af sögu hinnar enn minna ţekktu leikkonu „Busy Philipps“ (veitiđ athygli sviđsnafninu), sem helst hefur aliđ manninn í lítt eftirminnilegum lćknisleik í Bráđavaktinni. Ţađ ađ ţetta ólíklega teymi hafi hóstađ upp svo ljómandi skemmtilegum farsa vekur vissulega hjá mér ánćgju, en einnig furđu - jafnvel tortryggni.

Leikstjórarnir Josh Gordon og Will Speck hafa heldur andkotann ekkert gert af viti. Ţiđ skuliđ ţví njóta ţessarar myndar til fullnustu og án frekari vćntinga - ţví einkar ólíklegt er ađ viđlíka skemmtilega útfćrđ hugmynd komi frá ţessum einkennilega samsetta hópi framar.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182