Lesbók15.02.07 — Enter

Nú get ég ekki orða bundist lengur. Ég hef reynt – það veit hamingjan að ég hef reynt. Ég hef gert mitt besta, sem aldrei fyrr. Dregið fram allt mitt umburðarlyndi, þolimæði, velvild og jafnvel skilning. Ég hef haldið aftur af mér, stillt mig, andað djúpt og talið allnokkrum sinnum upp að hundrað.

Allt til að umbera litla kubbslega viðhaldið mitt nýja, auðkennislykilinn.

Ég veit vel að þessi sakleysislegi, grásprengdi hlutur stendur vörð um allt það sem mér er kært. Hann tryggir mér vernd gegn blóðþyrstum bankaníðingum og skúrkum sem vilja kippa stoðum undan okkar góðu menningu, hann vakir yfir allri okkar velferð og lífshamingju. Hann er nauðsyn. Hann er framtíðin.

Samt hata ég hann. Ég hata hann svo innilega, af öllu mínu hjarta. Ég veit ekki fyllilega hvað veldur. Mér verður flökurt við það eitt að sjá hann, hvað þá handfjatla hann. Og tölurnar sem hann birtir hræða mig. Þær eru framandi - óútreiknanlegar.

Hvernig getur eitthvað svo óáreiðanlegt, svo misvísandi verið auðkenni mitt – táknmynd mín? Hann fær mig til að efast. Efast um sjálfsmynd mína. Ég treysti engu lengur. Ég vil hann burt, en ég get ekki losnað við hann. Hann er lykillinn að mér – samgróinn tilvist minni um alla eilífð. Hann er ég.

Og ég hata hann.

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182