Lesbók15.08.02 — Myglar

'Hvað er þetta?' Vagnstjórinn leit á Fjólmund ásakandi augum.
'Þetta hvað?' svaraði Fjólmundur og lét sem hann vissi ekki hvaðan á hann stæði veðrið.
'Nú auðvitað þetta sem þú ert með í fanginu.' Vagnstjórinn virtist vera orðinn frekar reiður. 'Það er bannað að fara með svona fyrirbæri inn í vagninn.'
'Fyrirbæri? Þetta er sko alls ekkert fyrirbæri. Þetta er kjöltufíllinn minn,' svaraði Fjólmundur að bragði.
'Mér er alveg sama hvað þú kallar kvikindið, hann er allt of þungur til að þú getir farið með hann inn í vagninn,' sagði vagnstjórinn og var orðinn rauður í framan.
'Já en ég er kominn inn í vagninn. Auk þess er ég búinn að borga,' Fjólmundur ætlaði ekki að gefa eftir að þessu sinni.
'Það skiptir engu máli,' vagnstjórinn stóð upp og reyndi að gera sig breiðan, 'hámarksheildarþyngd ALLRA farþeganna í vagninum er tvö tonn. Þú og þetta kvikindi þitt hljótið að vega allavega fjögur. Sérðu ekki hvernig vagninn hallast allur fram?'

Vagnstjórinn hafði lög að mæla, vagninum hallaði næstum tuttugu gráður, en Fjólmundur var orðinn of æstur til að taka eftir því. 'Það er fullkomlega löglegt að fara með gæludýr í strætó,' grenjaði hann af öllum lífs og sálar kröftum.
'Þetta er ekki gæludýr, þetta er SKRÍMSLI,' hrópaði strætóbílstjórinn á móti.

Dálitla stund hefði mátt heyra saumnál detta í strætisvagninum. Það var loks Fjólmundur sem rauf þögnina.
'Irrrrrdan, Snati.'

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182