Lesbók02.02.07 — Númi Fannsker

Núna eru allir að blogga. Núna. Þegar maður hélt að allir væru búnir að blogga nægju sína. Um skilnaðinn. Um ástandið. Um pólitíkina. Um allt. Um ekki neitt. Nei því var ekki að heilsa. Núna verða menn að blogga. Eins og þeir lifandi geta. Annars eru þeir aumingjar. Með hor. Eða ekki hor. Þeir verða bara að blogga. Eins og manni komi það eitthvað við hvað uppgjafarblaðamönnum og brottflæmdum pólitíkusum finnst um „ástandið“. Eða hvaða plötur yfirlýsingaglaðir ungfeministar hlusta á. Mér er sama! Skítsama!

Og núna getur maður ekki skoðað Moggann sinn á Netinu án þess að framan í mann sé klínt glóðvolgu bloggi. Héðan og þaðan. Allir hafa skoðanir. Allir vilja deila með alheiminum hyldjúpum vangaveltum sínum um sjónvarpsdagskrána. Kræst! Hvað gerðuð þið áður en þið fóruð að blogga? Gáfuð þið út dagblað? Einarsfréttir? Tímaritið Guðmund? Stóðuð þið á torgum og görguðuð yfirlýsingar um bíóferð helgarinnar og hvað þið borðuðuð í kvöldmat?

Í guðsalmáttugsbænum, togið nefið úr naflanum á ykkur og gerið eitthvað sem skiptir máli. Þið gætuð tildæmis skrifað tuðgreinar á grínfréttavef.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182