Lesbók19.10.06 — Enter

Rakst á gamlan kunningja í söluturni ekki alls fyrir löngu. Nefnilega duftsælgætið Double Dip, en það byggir á því að salvíubleyttum sætstauti er dýft í tvær mismunandi tegundir litaðs sykurdufts - sem hvor um sig gefur mismunandi bragðupplifun.

Þetta þótti mér mikill herramannsmatur fyrir röskum tveimur áratugum en hef ekki um langa hríð látið in fyrir mínar varir.

Verð ég að segja að í minningunni var þessi litglaða sykurorgía töluvert bragðbetri en raun bar vitni og komst ég ekki gegn um nema hluta góðgætisins áður en sykurstýrður flökurleikinn tók yfirhöndina og ég varð að játa mig sigraðan.

Allt í allt voru þetta því vonbrigði, en engu að síður gagnleg endurkynni. Dálítið eins og að komast að því á gamals aldri að vingjarnlega konan í næsta húsi, sem alltaf átti kleinur, hafi verið fjöldamorðingi.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182