Lesbók23.07.02 — Myglar

Presturinn okkar, séra Ögmundur, var undarlegur náungi. Hann hélt heilu næturnar til í kirkjugarðinum og ef hann var spurður hvernig á því stæði var hann vanur að segja að hann hefði "verið úti að skokka" eða að hann hefði "glatað gleraugunum sínum". Vilfreð bekkjarfélagi minn hafði einhvern tímann farið heim til hans til að biðja hann um að jarða dauðan hamstur (sem hann og gerði með mikilli ánægju). Hann sagði að húsið væri fullt af eldgömlum bókum, þar væru styttur af skrímslum og að þar hefði logað á kertum út um allt um hábjartan dag. Reyndar gat verið að þetta væri dálítið orðum aukið, því Vilfreð hélt því líka fram að hamsturinn hefði síðar gengið aftur og ofsótt fjölskyldu hans, og meðal annars valdið því að systir hans varð ólétt.

 
Enter — Saga
 
Enter — Saga
 
Myglar — Saga
 
Númi Fannsker — Saga
 
Myglar — Saga
 
Fannar Númason Fannsker — Saga
 
Myglar — Saga
 
Enter — Saga
 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Saga