Lesbók09.05.06 — Númi Fannsker

Á fundi TOEM-ríkjanna í síðustu viku kom fram sú skoðun að þátttaka Íslands í samstarfi TOEM gæti verið í uppnámi ef Íslendingar ganga ekki að kröfum UPDA. Þar fer fremstur í flokki aðalritari BOFNE, Sergei Lopkavskydov, sem ítrekað hefur gefið í skyn að öll framlög úr sjóðum POGNE verði afturkölluð breytist afstaða Íslendinga í málefnum aðildarríkja AVNO ekki í bráð.

Þetta er grafalvarlegt mál. Nú verða stjórnvöld einfaldlega að gera það upp við sig hvort þau hyggjast stinga höfðinu í sandinn og afneita tilvist LULU, eða sýna í eitt skipti fyrir öll hvers Íslendingar eru megnugir í alþjóðasamstarfi, ekki síst með tilliti til þátttöku okkar í samstarfi á vettvangi GAGA. Láti þau hinsvegar undir höfuð leggjast að ganga af fullum krafti fram í nafni OBBOBB-ríkjanna, er hætta á því að okkur verði útskúfað úr öllu frekara alþjóðasamstarfi á vegum NANANANABUBU.

Og ekki viljum við það.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182