Lesbók25.04.06 — Enter

Alveg er það dæmigert fyrir það sjálfumglaða, sérhlífna hyski sem fyllir höfuðborg þessa ágæta lands að vilja nú, þegar harðnar á dal og evru, slá á frest byggingu tónlistarhúss - og þar með viðreisn og viðhaldi menningar og lista í þessari háborg meðalmennsku og flatneskju.

Þessi þröngsýni óþjóðalýður sem fyllt hefur hverja kytru af raðgreiddum munaðarvörum og óverðtryggðu gjálífsglingri er nú sleginn ótta. Hinn þögli, illsýnilegi meirihluti; kíttið sem fyllir borgina sest nú við, brýnir heykvíslar og dregur fram kyndla. Krefst fórna. Listagyðjan skal reyrð emjandi á altari hins hagvaxna Mammons, hún svívirt, útspýtt og brennd til ösku.

Og ráðamenn skjálfa. Vega þeir nú metnað, glæsileik og framsýni mót atkvæðum kaupmáttvana, góðærðs skrílsins. Kljást í þeim hóran og hetjan - og bendir flest til þess að sú síðarnefnda lendi nauðug undir í þeim ójafna slag, með andlitið kaffært í óttablandna eðjuna.

Svei því.

Stóri gallinn við lýðræðið er og verður alltaf að allir fá að kjósa. Líka drullusokkarnir, landeyðurnar og fíflin.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182