Forystugrein – Enter
Enter

Einhver postulínsapinn úr menningarhirđinni missti ţađ út úr sér um daginn ađ ađ öld liđinni yrđi íslensk tunga vart töluđ í ţeirri mynd sem viđ ţekkjum hana í dag.

Vitanlega urđu margir til ađ grípa ţessi orđ á lofti, enda drjúgt upp í sig tekiđ. Mćtir menn lýstu áhyggjum sínum yfir yfirvofandi hruni beygingarkerfisins, aukinni og sífellt grófari misbeitingu sagna og stöđugt rýrari orđaforđa - auk ţess sem slettublandiđ og skammstöfunarskotiđ mál ungmenna og var ađ venju fordćmt. Skiljanlega.

En svo komu hinir. Máldólgarnir. Föđurlandssvikararnir.

Ţeir blésu á ţessar áhyggjur, töluđu um bölsýni og heimsendaspár. Ţeir sem bođuđu sókn gegn málglöpum og orđníđslu voru kenndir viđ fasisma og ţeir hćddir fyrir stöđnun og afturhaldssemi. Ţví haldiđ fram ađ íslenskan eigi einfaldlega ađ fagna breytingum, ţróast eđlilega. Ađlagast breyttum tímum.

Međ öđrum orđum: Útvötnun, úrkynjun, dauđi. Ţađ er dagsskipunin.

Ţađ er nú barasta ekki í lagi međ ţetta heiladofna hyski allt. Á bara ađ leggja árar í bát? Berast međ straumnum? Reka dúrandi á haf út?

Ţađ er ekkert sem viđ eigum dýrmćtara íslenskri tungu. Ekki nokkurn skapađan hlut. Og ađ henni ber ađ hlúa. Međ kjafti og klóm. Hvađ svo sem ţessir klauftyngdu málvillingar segja.

Ţađ er ekkert gamaldags né forneskjulegt viđ málvöndun. Hana ber ađ efla og styrkja - og hvergi slá af. Ţágufallssýki á ađ berja niđur af fullri hörku, flámćlgi skal kćfđ í fćđingu, sérnöfn skulu beygđ, undantekningarlaust. Ný hugtök og heiti skulu ţýdd hvađ sem ţađ kostar - og nýyrđasmiđum helst drekkt í gulli, grćnum skógum og óspjölluđum meyjum.

Ţeir sem svo sjá sig knúna til ađ misţyrma málinu međ tökuyrđaklámi, óskýrmćlgi og fallflótta geta bara skakklappast međ skömm úr landi, međ allt sitt hafurtask og aftyngt sig sem fjćrst Íslands ströndum. Fari ţeir og veri.

Viđ höfđum ţetta góđa tungumál međ okkur hingađ, hún er stolt okkar og yndi og tenging viđ allt ţađ sem okkur er heilagast; sögu, hefđ og menningu. Viđ höfum búiđ međ henni gegnum súrt og sćtt, ţykkt og ţunnt. Hún hefur veriđ vörn okkar, vin og huggun - og hana ber ađ virđa, skilyrđislaust.

Gćtum ađ, ţví međan tungan lifir, dafnar og vex mun síđasti Íslendingurinn aldeilis ekki ţurfa ađ skammast sín á hinsta degi. Ella verđa lokaorđ hans efalítiđ OMG - eđa fokk.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Vođalega hafa ţessi mótmćli öll veriđ sakleysisleg. Mér liggur viđ ađ segja eymingjaleg. Og ţađ frá upphafi. Sérstaklega ef miđađ er viđ hvernig ţetta var 30. mars 1949. Ţá var sko fjör.

Nú ţurfti margra mánađa óeirđir til ađ lögreglan loks beitti alvöru táragasi til ađ dreifa lýđnum. Fyrir 60 árum tók ţađ nokkra klukkutíma fyrir valdstjórnina ađ kveikja á perunni og árangurinn lét ekki á sér standa, sem sést best á ţví ađ enn erum viđ í Nato.

Í ţá daga var ţetta líka múgurinn gegn lögreglunni, sem sló skjaldborg utan um ríkisstjórnina og gaf henni ţannig vinnufriđ. Eitthvađ sem forsćtisráđherra er í dag farinn ađ grátbiđja ţjóđina um. Og lögreglan hélt lýđnum í skefjum - óttalaus og ósérhlífin. Nú til dags mćtir mađurinn á götunni og mamma hans íklćdd appelsínugulum dulum til ađ VERJA lögregluna fyrir óeirđaseggjum! Og lögreglan lćtur ţađ yfir sig ganga, líkt og skólastrákur sem felur sig á bak viđ litlu systur sína fyrir hrekkjusvínunum.

Og hvar eru hvítliđarnir? Hvađ eru Heimdellingar ađ hugsa? Hvenćr ćtla ţeir ađ láta til sín taka, rjúka út úr Alţingishúsinu međ kylfurnar á lofti, hlaupa gegnum víglínur lögreglunnar og berja niđur uppreisn hampreykjandi hippalistapakksins? Svona eins og í denn.

Nei, nú eiga allir ađ vera góđir viđ hvern annan. Og skilningsríkir. Ţađ ţarf ađ „skilja málstađ mótherjans“, „bera virđingu fyrir reiđi mótmćlenda“ og „átta sig á ţví ađ lögreglan er bara ađ vinna vinnuna sína“.

Heimur versnandi fer.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA