Forystugrein – Enter
Enter

Nú ţyki ég ekki mađur umburđarlyndur. Raunar gengst ég upp í ţví ađ vera fordómafullur og rćkta međ mér andúđ á ýmsum mismerkilegum fyrirbrigđum, má ţar nefna „list“, „stjórnmál“ og „trú“. Ef satt skal segja ţykir mér í raun dálítiđ vćnt um fordómana mína óígrunduđu og hef hlúđ ađ ţeim gegnum tíđina, en ţađ gerir mađur einkum međ ţví ađ forđast ađ kynna sér hinar ýmsu hliđar mála og skođa helst ekkert ofan í kjöl.

Eins hef ég oft haft lúmskt gaman ađ fordómum annarra, kreddum og ofstćki. Sér í lagi ţó tiktúrum annarra ţjóđa, hćfilega langt frá Íslandsmiđum til ađ snerta mig beinlínis. Ţađ er best.

Og nú er gósentíđ.

Eins og lýđ er ljóst tóku danskir skrípóteiknarar sig til á haustmánuđum og rissuđu upp spámanninn geđţekka, Múhameđ. Frábćrt framtak auđvitađ, fodómafyllt níđ um átrúnađargođ milljóna, sem í ofanálag er bannađ ađ birta myndir af. Fullkomiđ. Algerlega upp öngstrćtiđ á mér.

Ekki nóg međ ţađ. Allur hinn íslamski heimur trompast. Sturlast gersamlega. Út brýst uppsafnađ hatur á Vesturlöndum öllum. Kókakólaflöskur eru mölvađar á götum úti. Danskt smjör er brćtt yfir hćgum eldi. Fordómarnir fá ađ grassera og lćsa klóm og kjafti í hvađ sem fyrir verđur. Dásamlegt.

Svo er vitanlega kveikt í nokkrum fánadulum, í hefndarskyni. Ţví fátt ţykir okkur hér vesturfrá ömurlegra, lítilmótlegra. Hugsiđ ykkur bara - spangólandi Indónesar sem aldrei hafa heyrt á A-HA minnst hoppandi skríkjandi af gremju á norska fánanum, skíđlogandi. Fordómar? Ójá.

Nú bíđur mađur bara spenntur fyrir framan sjónvarpiđ eftir ađ kveikt verđi í einhverju meira krassandi, t.d. í nokkrum vel völdum sendiráđum - eđa jesúlíkneskjum. Svo styttist nú í ađ fjörugustu múslimunum verđi vísađ úr landi - best ef ţađ yrđi Frakkland auđvitađ - ţar eru ţeir orđnir mest pirrađir. Ţá verđur fyrst fjör. Ţá erum viđ jafnvel ađ tala um sprengingar. Vúhú!

Svo vonar mađur bara ađ enginn gefi eftir, sem er raunar ólíklegt. Viđ ţurfum auđvitađ ađ vernda blessađ tjáningarfrelsiđ okkar, skárra vćri ţađ nú. Og múslimarnir fara nú varla ađ breyta ţessri fínu teiknilöggjöf úr ţessu.

---

Vona samt ađ ţetta nái ekki hingađ til lands. Eitthvađ svona vesen. Mér leiđist nefnilega vesen. Ég ţoli ţađ ekki.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Jól, fínt. Pakkar, jájá. 13 jólasveinar, kannski ađeins of, en ókei. Jesú - jájá, svona til hátíđarbrigđa. Kaupćđi, gott og vel. Ofát, jújú svona einu sinni á ári. Jólabođ - ojćja ćtli mađur láti sig ekki hafa ţađ. Jólaguđspjalliđ - mćtti ađ sársaukalausu skipta um sögu, en vođa jóló engu ađ síđur. Rauđkál og grćnar baunir, soldiđ 2002, en ţolanlegt.

En almáttugur Guđ og systur hans einhleypar allar. Tónvilltir, raddrúnir og tifandi prestar í hátíđarmessunni, sífrandi líkt og veriđ sé ađ velta nýrökuđum aligelti upp úr rakspíra. Nei. Nei, nei og aftur nei.

Ţessu bara verđur ađ linna.

Ţurfi ég eitt ár til ađ hlýđa á ţessi hlustskerandi óhljóđ yfir hátíđarmálsverđinum mun ég međ tilţrifum taka útvarpiđ og trođa ţví međ allri sinni gleđiraust og helgum hljóm upp í jólabjöllurnar á viđkomandi guđsmanni.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA