Lesbók29.11.05 — Enter

Fátt er tignarlegra en fallegur spítali; glæsilegur nýmóðins spítali, skjanna­hvítur og þrifalegur. Þetta vita allir.

Fátt er tilkomumeira en þyrping háreistra sjúkrahúsbygginga; hátæknilegra hlýlegra mannvirkja sem teygja sig yfir mikið svæði öllum sem á líta til yndisauka og gleði. Það er alkunna. Staðreynd.

Fátt tekur fram því iðandi mannlífi sem skapast umhverfis slíka vin. Bílastæði eftir bílastæði fyllt brosmildum sjúklingum og aðstandendum þeirra á tali hver við annan um ýmis mein. Vingjarnlegir læknar og brosmildir nemar á hverju strái, allir reiðubúnir að miðla af visku sinni og vísdómi. Þekkingarsamfélag. Iðavellir.

Fátt, ef nokkuð, tekur fram vinalegu vælinu í emjandi sírenum á friðsælum sunnudagsmorgni, nema ef vera skyldi róandi gnýr sjúkraþyrlna á kyrri vetrarnótt.

Og ekkert - ekkert tekur því fram að rölta um litlu borgina sína á fallegum sumardegi, njóta þess að horfa á blessaðar flugvélarnar lenda við ljúfan söng kría og máva - og geta um leið óhræddur stytt sér leið yfir nýja, glæsta Hringbrautina á háannatíma - í þeirri góðu trú, þeirri óbifandi vissu að fullkomnasta hátæknisjúkrahús Evrópu, ef ekki alls heimsins er innan seilingar.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182