Lesbók23.09.05 — Enter

Í kvöld stígur köntrísveit Baggalúts á stokk í sal góđtemplara, Grandrokki, Smiđjustíg 6 á sérlegum miđnćturtónleikum - ţeim síđustu um nokkra hríđ.

Var gerđur ţađ góđur rómur ađ leik sveitarinnar um síđustu helgi ađ ákveđiđ hefur veriđ ađ gefa landsmönnum annađ fćri á ađ berja ţessa framsćknustu tónleikasveit landsins augum.

Valinn mađur verđur í hverju rúmi, og verđa hljóđfćralekarar vel á annan tug ađ ţessu sinni. Sérlegur heiđurs- og leynigestur verđur Keflvíkingurinn Guđmundur Rúnar Júlíusson, sem ćtti ađ vera gestum ađ góđu kunnur en hann hefur sungiđ lög á borđ viđ Mýrdalssandur og Betri bílar.

Mun sveitin flytja úrval helstu smella sinna og Rúnars, auk efnis úr smiđju Willie Nelson, Johnny Cash, Tammy Wynette og Hank Willams.

Um upphitun sér útvarpsmannadúóiđ Sviđin Jörđ, en ţađ skipa ţeir Freyr Eyjólfsson og Magnús Einarsson, sem jafnframt er mandólín­leikari köntrísveitarinnar. Hefja ţeir upp raust sína laust eftir kl. 23.00.

Ţeim góđa siđ verđur svo haldiđ ađ hafa frćga seljabryta (e. celebrities) í miđasölu síđast stóđ frú Vigdís sig eins og hetja, en nú verđur ţađ Geir H. Haarde sem mun spreyta sig.

Er fólk hvatt til ađ mćta sćmilega snyrtilega til fara og ađ gefnu tilefni er kvenfólk beđiđ ađ hemja sig ţegar forsöngvararnir hefja upp raust sína - og halda nćrklćđnađi, hótelherbergjalyklum og sjálfum sér af sviđinu.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182