Lesbók20.09.05 — Enter

Ţegar ég vaknađi í morgun lá nýjasta hljómskífa SigurRósar á náttborđinu mínu. Ég er ekki viss um hvernig hún komst ţangađ, en ţó er sem mig minni ađ í nótt hafi herbergiđ fyllst af skćrri birtu og brosmildur, klćđalítill engill hafi lagt eintakiđ ţarna međ ţeim orđum ađ ţetta yrđi ég hreinlega ađ leggja hlustir viđ, ţađ fćri ekki annađ á grammófón drottins ţessa dagana.

En hvernig svo sem diskildiđ komst ţangađ, lá ţađ nú viđ hliđ mér og fékk ég ekki betur séđ en ţađ lýsti af fagurlega skreyttum umbúđunum. Mikill listamađur hefur hér lagt hönd á plóg, hugsađi ég um leiđ og ég strauk hrjúft yfirborđiđ blíđlega - og um leiđ kviknuđu hjá mér unađsleg hughrif frá kynnum mínum af endurunnum ţýskum skeinipappír á öndverđum 9. áratug síđustu aldar.

Ég tók ţennan dýrgrip varlega upp og bar hann á höndum mér ađ nálćgum geislaspilara - á ţeirri stundu ţótti mér ekkert athugavert viđ ađ spánný, gullslegin hljómflutningstćki stćđu viđ fótgafl rekkju minnar, en ţegar ég hugsa um ţađ eftir á man ég ekki til ţess ađ hafa átt ađra spiladós en gamla útvarpiđ sem ég erfđi frá henni ömmu minni.

Hvađ um ţađ. Diskurinn var kominn í og áđur en ég vissi af tóku yndisfagrir tónar ađ berast um herbergiđ.

Forkunnarfagrir.

Mér leiđ samstundis líkt og ég hefđi aftur tekiđ bólfestu í móđurkviđi. Ţarna lá ég međ fćtur kreppta ađ brjósti og međ ţumalfingurinn límdan viđ efri góm - og áđur en ég vissi var ég farinn ađ gráta. En engum venjulegum tárum; stórum kristaltárum, litríkum smarögđum - fannhvítum perlum, allt streymdi ţetta niđur hvarma mína en tókst svo á loft og sveif umhverfis. Eftir ađ hafa fylgst međ ţessu undri í góđa stund gegnum flóandi társtrauminn reisti ég mig skjálfandi viđ, setti á pásu og fór fram á klósett til ađ snýta mér.

Ég sneri aftur vopnađur stórum klínexpakka og árćddi ađ setja undraverkiđ aftur í gang. Og viti menn, um leiđ og sífrandi tregagól söngvarans sjónumhrygga blönduđ nötrandi strengleikum upphófust á ný lyppađist ég niđur og féll í einskonar leiđslu. Mér ţótti sem til mín kćmu skríkjandi dísir, vefđu mig silkislćđum og legđu mig ađ kćrleiksfylltum barmi sér. Mér ţótti sem fuglar og smádýr ţyrptust ađ og vögguđu sér viđ seiđmagnađan taktinn - og gott ef ein rottan hóf ekki upp raust sína og söng eitt, ef ekki tvö lög.

Ţá skyndilega varđ allt hljótt. Ţarna lá ég kviknakinn á gólfinu, vafinn horblendnum snýtipappír, kófsveittur, rauđnefjađur og grátbólginn. Hljómdiskurinn hafđi runniđ sitt skeiđ. Eftir ađ hafa kastađ mćđinni hugđist ég taka diskinn og hjúfra mig ađ honum, kjassa hann og kyssa, en hann var ţá á bak og burt. Sömuleiđis raunar grćjurnar, sem var drullufúlt, ţó ţćr hafi vitanlega ekki veriđ annađ en auđmjúkt verkfćri listagyđjunnar.

---

Eftir ađ hafa fariđ nokkrum sinnum í kalda sturtu, hellt í mig sérríflösku eđa tveimur og reynt af alefli ađ jafna mig á ţessari ójarđnesku lífsreynslu hef ég komist ađ ţví ađ ég get engan veginn dćmt ţessa nýjustu afurđ SigurRósar sem hljómdisk.

Ţetta er einfaldlega sérdeilis áhrifamikiđ ofskynjunarlyf og efalítiđ kolólöglegt sem slíkt. Og sökum ófullnćgjandi merkinga á umbúđum um heiftarlegar aukaverkanir og vandabindandi eiginleika auk ţeirrar stađreyndar ađ Lyfjaeftirlit ríkisins hefur ekki lagt blessun sína yfir gripinn get ég ekki, af samviskuástćđum, gefiđ ţví nema fullt hús stjarna, - en ekki trilljón billjón litlar kristalsálfastjörnur eins og ég ćtlađi, ţví miđur.

Ađ svo mćltu óska ég strákunum í SigurRós bara alls hins besta á lyfjafrćđibrautinni, og vona jafnframt svo sannarlega ađ ţeim auđnist ađ klára lagiđ sitt á nćstu plötu - sem ég veit ađ marga er tekiđ ađ lengja eftir.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182