Lesbók20.09.02 — Númi Fannsker

Leikfélag Reykjavíkur er í miklum fjárhagskröggum og hefur m.a. gripið til þess ráðs að safna undirskriftum til að þrýsta á Reykjavíkurborg að gefa þeim meiri peninga. Vandi Borgarleikhússins felst ekki í því að borgin vilji ekki gefa þeim vasapeninga, vandinn felst í því að Leikfélag Reykjavíkur hefur ekki nýtt sér þær fjármögnunarleiðir sem leikhúsið býður upp á. Í stað þess að vola og væla, barma sér og snökta, grenja og góla, eiga forsvarsmenn leikhússins að beina sjónum sínum að einhverjum eftirtalinna fjármögnunarleiða:

1) Miðilsfundir: Halda mætti gífurlega sannfærandi miðilsfundi í svartamyrkri leikhússins þar sem allar mögulegar tæknibrellur væru notaðar til að auka áhrifin. Þar sem leikhúsið er byggt ofan á gömlum papagrafreit (eins og þekkt er) má búast við afar góðri tengingu.
2)Veruleikhús: Rétt eins og raunveruleikasjónvarp hefur slegið í gegn myndi sambærilegt leikhús draga að sér áhorfendur. Fjölmargir væru reiðubúnir til að flytja inn í leikmynd á sviði Borgarleikhússins í fáeina mánuði og leyfa fólki að fylgjast með daglegu amstri sínu og lífi, t.d. mætti smíða þar heila blokk án framhliðar. Jafnvel mætti fá þekkta hljómlistarmenn eða skemmtikrafta til að gera slíkt og myndi áhorf margfaldast við það.
3)LARP (Live Action Role Playing) eða hlutverkaleikur: Hinn almenni borgari myndi greiða háar fjárhæðir til að fá aðgang að búninga- og leikmyndasafni leikhússins í því skyni að setja á svið frægar orrustur, glæpi, stórfundi og fleira og fleira (sjá nánar um LARP hér). Þannig væri öllum velkomið að taka þátt í atburðum eins og Njálsbrennu, Örlygsstaðabardaga og kristnitökunni.
4)Staðgenglaþjónusta: Þingmenn, stjórnendur, hverskyns framámenn og í raun hver sem er gæti leigt sér leikara til að leika sig í lengri eða skemmri tíma. Hver hefur t.d. ekki heldur viljað bregða sér í laxveiði en að mæta í leiðinlega fermingarveislu?
5)Uppsetning skemmtilegra, metnaðarfullra leiksýninga: Fátt ef nokkuð hefur reynst jafngóð fjáröflunarleið fyrir leikhús en vandaðar uppsetningar á góðum leikritum - hingaðtil hafa fæst íslensk leikhús kosið að fara þessa leið en hún er vel fær og hefur gefið góða raun erlendis.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182