Lesbók29.08.05 — Númi Fannsker

Já - ég sumsé fór í messu á sunnudaginn. Hátíđarguđsţjónustu, í fyrsta skipti á ćvinni. Í Hallgrímskirkju, ţiđ vitiđ - ţarna ţar sem styttan af Leifi Eiríkssyni er. Ći, ţiđ vitiđ hvar Iđnskólinn er...? Ţetta er sko viđ hliđina á honum. Stór svona turn. Klukka efst. Jćja - skiptir ekki máli, ég fór semsagt í Hallgrímskirkju til ađ hlýđa á Mótettukórinn og sópran flytja nýtt verk eftir John Speight og dómkórinn í Osló taka nokkra klassíska trúarslagara.

Kirkjan var trođfull af fólki svo ég settist aftarlega - ţađ á reyndar mjög vel viđ mig ađ sitja aftarlega í kirkju. Ţađ er einhvernveginn öruggara finnst mér. Ég sat nokkra stund og skođađi mig um. Var reyndar skírđur ţarna - en man lítiđ eftir ţví, ţá var Hallgrímskirkja bara turn og skrúđhús. Heitir ţađ ekki annars skrúđhús? Ég horfđi á súluna sem stóđ beint fyrir framan mig og ég velti ţví fyrir mér afhverju arkítektinn valdi hafragraut sem byggingarefni. Svo fór ég ađ hugsa um allt ţetta blessađa fólk sem var búiđ ađ ćfa sig í bílnum á leiđinni (eins og ég) í ţví ađ vera alvarlegt í framan. Hósta. Skrítnir ţessir kirkjuhóstar, ţeir hljóma allir eins. Sama hvort hóstandinn er 5 ára eđa 95 ára.

En svo hófst balliđ. Glymjandi lúđraţytur - svona eins og Napóleón, Elvis og Rocky vćru ađ ganga í salinn. En nei. Ţađ var ţá bara biskupinn, ţrír prestar og djákni. Á eftir ţeim komu svo kórar tveir í einni halarófu - annar frá Osló, hinn skipađur heimafólki. Og fremst gekk líka norskt tónskáld í ógurlegri múnderingu, kristilegri, međ fjólubláan hött á höfđi (svokallađan faz - nema ekki međ dúski) og ógurlega gullmedalíu um hálsinn - dálítiđ eins og sigurvegarinn í hundrađ metra hlaupi rússneskra rétttrúnađarpresta. Hitt tónskáldiđ ţekki ég ekki í sjón.

Allt ţetta fólk kom sér fyrir og tók til óspilltra málanna viđ hefđbundin hátíđarguđsţjónustustörf. Ţađ var sungiđ. Ţađ var lesiđ. Ţađ var beđiđ. Og svo var predikađ. Biskupinn lagđi út frá kraftaverkinu um lamađa manninn sem tók sćng sína og gekk. Hann sagđi ađ Múslimar vćru ekkert verri en hver annar og á Íslandi vćri fátćkt og klámvćđingin vćri slćm og eiturlyf líka. Og svona. Allt afskaplega dćmigert og hefđbundiđ. Svo var sungiđ meira . Og játađ. Og blessađ.

En ađalnúmeriđ var sumsé ţetta nýja verk Drottinn er styrkur minn. Og ţađ var flott. Helvíti flott bara! Og ţetta segi ég ţó nútímakirkjutónlist sé ekki alveg minn tebolli eins og sagt er. Ég er meira fyrir Boney M og Roger Withaker. En ţetta var sumsé svona líka asskoti flott. Elín Ósk sópranađi ţarna af lífs og sálar kröftum og ţessi frábćri Mótettukór fór alveg á kostum, held ég. Ég var ađ minnsta kosti svo hrćrđur viđ lok verksins ađ ég var nćstum farinn ađ klappa! Nćstum. En sem betur fer var ég búinn ađ ćfa mig í bílnum á leiđinni í ţví ađ hemja hrifningu mína. Ţetta er nú einu sinni Hallgrímskirkja - og hátíđarguđsţjónusta ţarađauki.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182