Lesbók29.08.05 — Enter

Sumurin 1956 og 1957 voru fluttar á Reykjavíkur­tjörn 412 endur; graf­­endur, garg­endur, skúf­endur, urt­endur, skeið­endur, dugg­endur, húsendur, rauðhöfðaendur og æðarfuglar. Bættust þessar ágætu endur, sem aldar voru við Mývatn af Kristjáni Geirmundssyni, við fánu stokkanda og kría. Var þeim ætlað að vera borgarbúum til gleði og yndisauka.

Reykvíkingum var að vonum annt um þessa kærkomnu sambýlinga sína og vildu gæta þeirra og vernda fyrir ágangi ránfugla. Þann 21. maí árið 1963 birtist eftirfarandi klausa í Velvakanda Morgunblaðsins undir yfirskriftinni Leiðindafuglar á Tjörninni:

„Fólk hefur beðið Velvakanda að vekja athygli á því að svartbakar og hettumávar séu orðnir allt of margir á tjörninni og hættulegir öðru fuglalífi. Þyrfti að tryggja, að skotmenn héldu þessum fuglum burtu frá tjörninni. Fyrir utan það, að þetta eru grimmir fuglar, sem munar ekki um að gleypa andarunga í einum munnbita, þá eru mávar örgustu sóðar og smitberar; engu betri en dúfurnar.“

Þetta hafði sín áhrif og var óhræsunum skipulega eytt. En það var þá.

Í dag þruma mávar yfir Reykjavíkurtjörn, óáreittir. Háværir, ljótir, frekir, feitir mávar. Rottur himinsins. Fáeinar vængstýfðar endur þrauka þar innanum. Engar skeiðendur þó. Engar grafendur heldur. Bara nokkrar kúguð grey, ófær um að bjarga sér annars staðar. Þessari viðurstyggð verður að linna.

Ég hvet alla vopnfæra menn að fara þegar í stað niður að Tjörn og salla niður þessa óværu, nokkuð sem Borgaryfirvöld ættu að hafa gert fyrir löngu. Og gerðu raunar fyrir löngu. Margt löngu.

Og sá borgarfulltrúi sem fyrstur sest vakt úti í hólmanum með haglara og plaffar á varginn — sá fær mitt atkvæði næsta vor.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182