Lesbók11.05.05 — Enter

Breskir dónakarlar völdu á dögunum leikkonuna snoppufríðu Evu Longoriu þá kynþokkafyllstu í heimi.

Þessi smágerða Texasmær, sem varð þrítug fyrr á þessu ári, hefur sannarlega skotist hratt upp stjörnuhvolfið og er þar helst um að kenna frammi­stöðu hennar í þáttunum um eiginkonurnar aðþrengdu, sem einmitt eru í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn Baggalúts.

Það kom mér ekki á óvart að hún Eva mín skyldi rúlla yfir aðrar draumheimadrottningar í þessu kjöri því ekki er öfsögum sagt að skjárinn hreinlega ljómi upp þegar hún trítlar um fyrir framan myndavélarnar ellegar stútsetur þrýstnar varirnar og dillar straumlínulöguðum lendunum framan í heimsbyggðina.

Helst að hún minni á blessunina hana Victoriu Principal á velmektarárum Dallass — nema hvað Gabrielle í seiðandi túlkun Evu er vissulega ólíkt ástríðufyllri, tilkippilegri og útsjónarsamari en hin hreinlynda Pamela.

Baggalútur óskar henni Evu sinni hjartanlega til hamingju með að hafa loks hlotnast sú viður­kenning sem henni ber og vonar svo sannarlega að hún nái að fóta sig á hálli braut frægðarinnar og fái tiplað léttklædd og litfríð um skjái og skerma heimsins um ókomna framtíð.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182