Lesbók14.08.02 — Enter

Í annađ sinn gafst mér fćri á ađ sjá verk eftir gyđingadrenginn snjalla, Steven Spielberg, en mér áskotnađist fyrir mörgum árum myndbandsspóla međ mynd hans Ávallt, sem var yndisleg. Nú lá leiđin aftur á móti á ađra og öllu svađalegri mynd, 'Tittlingaskít í skjalasafninu', sem er upphaflegt hugfóstur vitleysingsins P. Dicks, sem m.a. hefur á samviskunni erkibulliđ 'Hverfast draumfarir ţjarka um rafrćnt sauđfé?', sem einhver á víst ađ hafa kvikmyndađ, en ég hef litla trú á ađ sé merkilegt verk.

Nú jćja - hér hefur ágćtur mađur rótađ til í verkinu og sođiđ upp úr ţví bćrilega leikgerđ. Ţađ er enginn annar en öđlingurinn Scott Frank, sem m.a. skrifađi revíuna 'Hva, aftur dauđur?' sem skartađi megalómaníska undirmálsparinu Kenneth og Emmu Thompson.

Sagan er eitthvađ á ţá leiđ ađ löggćslumađurinn John Anderton, sem hinn viđkunnalegi Thomas C. Mapother túlkar furđu eđlilega, fremur morđ. Ţađ vćri ekki í frásögur fćrandi nema hvađ hann John okkar hefur ekki framiđ morđ. Úr ţessari einfeldningslegu fléttu tekst Spielberg ađ toga fram rúma tvo tíma af galsagangi og grenji.

Ég hélt alltaf ađ Thomas C. vćri ţroskaheftur. Mig fór ađ gruna ţetta eftir 'Úrhelliskallinn' ţar sem hann lék andlega vanheilan bróđur Dustins Hoffman; ţađ var eitthvađ viđ munnsvipinn. Hefur sá grunur minn styrkst gegnum tíđina og endanlega var ég viss um ađ hann vćri vangefinn ţegar hann skildi ađ skiptum viđ ástralska engilinn Nicole Kidman, sem hafđi ţá af hjartagćsku sinni skeint ţessum ofdekrađa bjálfa og ţurrkađ slefiđ af glottandi smetti hans allt frá ţví hann forfćrđi hana í aftursćti eins ađalleikaranna í 'Ţrumudögum'.

Nú er ţađ til siđs ađ hrósa fólki sem er ... tjahh, eftirá í ţroska, ţegar vel er gert. Ég vil ţó síđur hrósa Thomasi fyrir frammistöđuna, sem er hreint ekki slćm, heldur mun fremur meistara Spielberg og sýnir hann hér ađ hann hefur ekki bara góđ tök á ađ vinna međ og ná fram ţví besta í risaeđlum, geimverum og nasistum - heldur vinnur hann hér stórvirki í félagslegri umönnun. Ćtti ţessi reynsla efalítiđ ađ nýtast honum nćst ţegar hann hyggst vinna međ börnum, en ţađ ku vera ţađ eina sem hann sökkar algerlega í.

Hvađ um ţađ. Hér er hvarvetna vandađ til verka. Leikmynd og öll umgjörđ er einföld og ódýr, enda skipta í ţessu verki samrćđur og innri barátta persóna öllu. Mađur hefđi ţó mátt ćtla ađ virtur leikstjóri sem Spielberg hefđi haft ráđ á ađ kaupa almennilega filmu, en ekki ţurft ađ notast viđ einhverja gamla, kornótta filmudruslu - En svona er ţetta víst, ţeir hata Gyđingana víđar en í Vesturbćnum.

Í samantekt er ţetta prýđisskemmtun, hefđi máske mátt vera rúmum tveimur tímum styttri og međ fćrri Svíum.

Góđar stundir.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182