Lesbók11.04.05 — Enter

Hvað er eiginlega að þessari Umferðar­stofu?

Nú er hún nýlega hætt að kasta börnum fram af húsaskeggjum, en í staðinn tekur hún óharnaða æsku landsins í eftirminnilega kennslustund í amerískum fingur­merkja­fræðum og ósmekklegum munn­söfnuði.

Húrra fyrir því.

Mikið bíð ég spenntur eftir næstu herferð, kannski verður þá tekið á einhvern sniðugan hátt á yfirkeyrslu katta og búfénaðar. Eða máski fáum við að sjá bókstaflega drep­fyndnar afleiðingar fram­úraksturs, til dæmis í grennd við barnaskóla — á tvöföldum hraða með einhverri bráðsmellinni Chaplintónlist undir.

Heyrðu? Eða jafnvel Benny Hill stefinu!

Og fyrst minnst er á stef. Það væri aldeilis ekki úr vegi að dusta rykið af Ég held ég gangi heim, hressa það aðeins við — ef til vill í flutningi Mínuss eða SigurRósar, eða bæði. Láta svo nokkra fulla kalla keyra út í sjó með það í botni og drukkna — helst með eins og eitt barnaafmæli í aftursætinu. Það væri nú svei mér vel til fundið - og fyndið.

Ég vona svo sannarlega að þar verði hvergið sparað til, því hjá Umferðarstofu er hverri krónu vel varið.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182