Forystugrein – Númi Fannsker
Númi Fannsker

Nú er ég eiginlega alveg búinn ađ fá nóg. Eiginlega. Afhverju ţarf ég ađ góna á 20 mínútur af auglýsingum ţegar ég hefi greitt 800 krónur fyrir bíómiđa? 800 krónur. Fyrir 1 bíómiđa. Einn miđa.

Svo sest ég niđur međ popp (250 kr.) og kók (200 kr.) og er látinn horfa upp á auglýsingar í stundarţriđjung! Ţađ er vitaskuld gersamlega óţolandi ađ ţessir aurslefandi bíógreifar selji gírugum auglýsendum minn tíma ađ mér forspurđum. Ég vil bara fá ađ horfa á ţessa fjandans bíómynd í tvo klukkutíma, ekki viđbótarhálftíma af auglýsingum og hléum.

Ég er satt ađ segja orđinn langţreyttur á ađ vera hafđur ađ fífli og féţúfu. Ţađ er ekki eins og ţetta liđ í bíóinu sé ađ stjana viđ mann; vísa manni til sćtis, ţjóna manni til borđs og ţurrka framan úr manni poppfituna - nei. Ţađ er engin ţjónusta í bíó. Ég bara fleygi mínu rusli í ţar til gerđa körfu, ég er ţannig alinn upp. Ţannig ađ 800 krónurnar eru greiddar fyrir ţađ eitt ađ horfa á kvikmynd. Má ég ţá ekki bara gera ţađ?

Er ég ţvílíkur markleysingi og sauđur ađ ég ţurfi ađ láta ţetta yfir mig ganga? Nei! Nćst tek ég međ mér bók.

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Hć ţiđ, sem lögđuđ Ísland í rúst međ frámunalega heimskulegum ákvörđunum, áhćttusćkni, eigingirni og klíkuskap. Ţiđ sem völtuđuđ óumbeđiđ yfir ţjóđ ykkar, ćru hennar og velvild – međ viđurstyggilegri og óafsakanlegri grćgđi.

Vonandi sofiđ ţiđ vel í nótt, vitandi ţađ ađ veriđ er ađ leggja heilu byggđarfélögin í rúst, svipta harđduglegt fólk vinnu og lífsbjörg. Vitandi ţađ ađ börn leita sér ađ ćti í ruslagámum og sjúklingar, öryrkjar og minnimáttar eru sviptir grunnţjónustu sem tekiđ hefur ómćlt erfiđi og fórnir ađ byggja upp.

Vonandi steinsofiđ ţiđ á ykkar grćnu eyrum og dúnmjúku silkisvćflum og látiđ ykkur dreyma um frekari sigra, metorđ og virđingu. Drauma sem aldrei rćtast.

Ţiđ eruđ ekkert annađ en ómenni og aumingjar. Megi skömm ykkar ć uppi og aldrei fyrnast.

Taki ţađ til sín sem eiga.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA