Forystugrein – Númi Fannsker
Númi Fannsker

Í hugum Íslendinga ţýđir skítur peningar. Dreymi mann skít er ţađ fyrir peningum. Menn eiga peninga eins og skít og skíta ţá gjarnan ekki međ skraufţurru rassgatinu (afsakiđ - en svona er íslenskan bara myndrćnt tungumál). Stundum heldur fólk líka ađ mađur skíti peningum, einkum börnin manns og náttúrulega ríkiđ (hér er átt viđ stjórnvöld - ekki ÁTVR... og ţó).

En svo er ţađ blessuđ peningalyktin. Lykt sem er svo viđurstyggileg ţegar um mjög mikla peninga er ađ rćđa ađ mađur hreinlega kúgast á göngu um miđbć Reykjavíkur. Svo gífurlegir peningar eru í spilinu ţessa dagana í höfuđborginni ađ börn og lasburđa fólk heldur sig innandyra, međ alla glugga lokađa til ađ verjast ţessum verđmćta fnyk. Bílstjórar slökkva á miđstöđinni, gangandi vegfarendur hylja vit sín, gretta sig í framan og píra augun til ađ slá á mesta sviđann. Gubba í nćstu ruslafötu eđa jafnvel sjálfa Reykjavíkurtjörn. Erlendir ferđamenn velta ţví fyrir sér hvort Reykvíkingar hafi ekki fyrir ţví ađ jarđa hina látnu, heldur láti ţá rotna í hrúgu á heitum stađ - e.t.v. í Laugardalnum.

Ţetta er náttúrulega óţolandi. Ţađ er auđvitađ fullkomlega galiđ ađ yfirvöld leyfi ţvílíka mengun í sjálfum miđbć höfuđborgarinnar. Skítafýlu í heimsmenningarborginni. Peningalykt. Má ég ţá heldur biđja um sćtan ilm örbirgđar.

Lesbók frá fyrri tíđ

Almáttugur minn einasti hvađ ég er orđinn leiđur á ţessu andsvítans Icesave-vćli. Ţessu stanslausa sífri, tuđi og kvabbi.

Auđvitađ eigum viđ ađ borga ţetta helvítis helvíti.

Ţađ vćri nú aldeilis saga til nćstu bćja ef litli ofaldi uppskafningurinn í norđri stingi kjagandi af úr eftirpartíinu sem hann stofnađi til, skriđi sótölvađur međ allt niđrum sig undan glaseyđgum hnjágleiđum útrásarklappstýrununum međ kavíar út á kinn – og neitađi svo ađ borga reikninginn fyrir fylleríinu, hrunasúludansinum og egótottinu.

Allur var ţessi eymingjans andskotagangur gerđur í okkar nafni, af okkar fulltrúum – okkar gráđugu og veruleikafirrtu brćđrum í Kristi.

Viđ erum ţjóđ. Viđ sitjum í sama grugguga súpugutlinu, bak í bak. Ţađ ţýđir ekki eina stundina ađ monta sig af hreina vatninu og Björk, en afneita síđan Icesave og Silvíu Nótt og snúa snjóţvegnum nösum til himins og skrćkja sig hása í ţingpontum.

Akkúrat núna eru óhreinu börnin okkar búin ađ gera hressilega upp á bak og upp undir eyru í alţjóđlega sandkassanum – og ţá er ţađ okkar ađ rífa ţau organdi upp á skvapkringdu rassgatinu og skipta á ţeim.

Ţađ er svo raunar líka í okkar verkahring ađ blóđhýđa ţessa sjálfsupphöfnu útrásarorma og alla ţeirra landeyđandi leikfélaga. En ţađ gerum viđ ţegar heim er komiđ – og viđ höfum lokiđ viđ ađ vaska upp fyrir skuldum ţeirra í eldhúsi fáránleikans.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA