Lesbók01.03.05 — Númi Fannsker

Í hugum Íslendinga ţýđir skítur peningar. Dreymi mann skít er ţađ fyrir peningum. Menn eiga peninga eins og skít og skíta ţá gjarnan ekki međ skraufţurru rassgatinu (afsakiđ - en svona er íslenskan bara myndrćnt tungumál). Stundum heldur fólk líka ađ mađur skíti peningum, einkum börnin manns og náttúrulega ríkiđ (hér er átt viđ stjórnvöld - ekki ÁTVR... og ţó).

En svo er ţađ blessuđ peningalyktin. Lykt sem er svo viđurstyggileg ţegar um mjög mikla peninga er ađ rćđa ađ mađur hreinlega kúgast á göngu um miđbć Reykjavíkur. Svo gífurlegir peningar eru í spilinu ţessa dagana í höfuđborginni ađ börn og lasburđa fólk heldur sig innandyra, međ alla glugga lokađa til ađ verjast ţessum verđmćta fnyk. Bílstjórar slökkva á miđstöđinni, gangandi vegfarendur hylja vit sín, gretta sig í framan og píra augun til ađ slá á mesta sviđann. Gubba í nćstu ruslafötu eđa jafnvel sjálfa Reykjavíkurtjörn. Erlendir ferđamenn velta ţví fyrir sér hvort Reykvíkingar hafi ekki fyrir ţví ađ jarđa hina látnu, heldur láti ţá rotna í hrúgu á heitum stađ - e.t.v. í Laugardalnum.

Ţetta er náttúrulega óţolandi. Ţađ er auđvitađ fullkomlega galiđ ađ yfirvöld leyfi ţvílíka mengun í sjálfum miđbć höfuđborgarinnar. Skítafýlu í heimsmenningarborginni. Peningalykt. Má ég ţá heldur biđja um sćtan ilm örbirgđar.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182