Lesbók21.02.05 — Enter

Þá er búið að gefa grænt ljós á að jafna nokkur ómetanleg byggingasöguleg meistaraverk með­fram hinum ægifagra Laugavegi við jörðu. Afskaplega dapurlegt, finnst ykkur ekki?

Eða hitt þó heldur, fremur og frekast.

Alveg hef ég fengið mig fullsaddan af þessum taðfyllta botnlanga hins byggilega heims og öllum þeim möglandi miðbæjarsníklum sem telja þessa fornfrægu skolpþró til einhvers annars nýta en að drekka sig til dauðs við um helgar.

Er mönnum í raun sjálfrátt þegar þeir vilja halda í þessi stoðskökku hússkrifl og uppklömbruðu kumbalda sem þarna leka niður annars ágætt holt, hver öðrum tíkarlegri? Er mönnum alvara með að vilja í fimbulfúlli alvöru tengja þessa óskapnaði byggingarsögu landsins?

Og fyrst minnst er á þá meintu sögu. Það get ég sannlega sagt ykkur að íslensk byggingasaga er einhver sú aumasta lesning í arkitektúrannálum heimsins, að frátöldu máske Kongósku kofatali 1830-56. Þáttur Laugavegs er þar lítið annað en klesst hrossafluga á aftasta saurblaði.

Best væri auðvitað að jafna þessa hraksmán borgarinnar alla við jörðu ásamt hennar viðliggjandi borgarklepra, Hverfisgötunni - og hef ég þar meðtalið bæði hið handónýta Þjóðleikhús og raunar allt annað sem hráksmiðurinn og óskabarnið ofmetna Guðjón Samúelson hefur svo mikið sem hnerrað á á þessu svæði.

Eini gallinn við þá ágætu framtíðarsýn er að sennilega asnast þeir til að byggja ný hús þarna.

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182