Lesbók04.02.05 — Spesi

Útvarpsréttarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að útsendingar Skjás Eins á knatt­­spyrnu­­leikjum í ensku úrvaldsdeildinni með lýsingu á ensku brjóti gegn útvarpslögum. Mun þetta líklega hafa í för með sér skerta þjónustu Skjás eins gagnvart neytendum sem mun lýsa sér í færri útsendingum á leikjum.

Nú er ég enginn sérstakur knattspyrnu­áhuga­maður, en mál þetta þykir mér hið forvitnilegasta, sérstaklega í ljósi þess að það virðist vera í lagi að erlendar gervihnattastöðvar básúni erlendu efni yfir landsmenn - og það ótextuðu. Kannski ætti Skjár einn að flytja reksturinn úr landi, gerast þannig "erlend" sjónvarpsstöð og beina sendingum sínum þó til Íslands. Má það?

Og hver kærði svo? Mörður Árnason eða einhver álíka réttsýnn málverndunarsinni? Nei, það var einn af tapsáru íþróttafréttamönnunum í stóra fjölmiðlabákninu sem áður átti sýningarréttinn á herlegheitunum og þénaði vel á. Væntanlega er hann fúll af því fólk vill frekar hlusta ókeypis á fagmannlegar íþróttalýsingar - þó þær séu á ensku - heldur en borga 4.000 krónur á mánuði fyrir að hlusta á misvelheppnaðar túlkanir hans og starfs­félaga hans á áðurnefndum enskum lýsingum. Að viðbættum þeirra eigin misgáfulegum athuga­semdum.

Best að kæra bara.

Ég legg til að knattspyrnuáhugamenn hafi þetta í huga næst þegar þeir hlusta á þá félagana lýsa því hvernig Njúkastul þurfti að lúta í gras þegar Alan Schmitt skoraði gegn þeim eftir horspyrnu.

Takk, Steini. Takk fyrir allt.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182