Lesbók31.01.05 — Númi Fannsker

Hvaða rugl er þetta með þessa skáta? Að gefa börnum hnífa, kenna þeim að hnýta hengingarhnúta og kveikja bál. Klæða þau upp í litla einkennisbúninga í felulitunum og sæma þau litlum "heiðursmerkjum" - búa til litla "foringja".

Og hvað með þessar fáránlegu upphrópanir? PALAVÚ! - hvurn fjandann á það að þýða? INGIPINGIPALA! - hver skilur svona dellu?

Svo er til fullorðið fólk sem hættir ekkert þessu bölvaða rugli. Fullorðnir karlmenn sem hittast á fundum og grenja hver framan í annan: "GING GANG GÚLLÍ - HEILASEILA - ÚMBA ÚMBA! Með klúta um hálsinn eins og sjötugar kellingar á kvenfélagsfundi. Gera síðan dulítið leyniskáta­merki með hendinni rétt á meðan þeir eru ekki að tálga eitthvert spýtnarusl.

Er þetta bara allt í lagi? Er þetta bara normal? Auðvitað ekki! Þetta gæti meiraðsegja verið þjónustufulltrúinn þinn í bankanum.

-- -- --

Þjónustufulltrúi: "Góðan dag - get ég aðstoðað þig?"
Þú: "Já, ég vildi fá að hækka yfirdráttinn minn..."
Þjónustufulltrúi: "Já - látum okkur sjá... ég get hækkað hann upp í 300.000.- ÚMBA ÚMBA!"
Þú: "Eeh... já - takk fyrir."
Þjónustufulltrúi: "PALAVÚ!"
Þú: "Djíseskræst."
Þjónustufulltrúi: "INGIPINGIPALA!"

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182