Lesbók14.01.05 — Númi Fannsker

Risaflóðbylgja drepur hundruð þúsunda manna og leggur í rúst allt sem hún snertir. Loðnukvóti aukinn verulega. Spilasjúkur öryrki nauðgar handrukkara.
Þetta eru alvöru fréttir, þetta er eitthvað sem skiptir okkur máli - eitthvað sem við viljum vita, þurfum að vita.

En hvað um þessar fréttir?
Kiefer Sutherland berrassaður á hommabar! Tilkynnt um reyk í húsi í Ártúnsholti. Enginn reykur reyndist hins vegar á staðnum þegar slökkvilið kom að! Svikabréf og svikarafpóstur berst Suðurnesjamönnum! Lögreglan í Hafnarfirði handtók í nótt einn mann sem var með tóbaks­blan­dað kannabisefni á sér!
Afhverju í grængolandi ósköpunum er verið að bera slíkt og annað eins á borð fyrir heiðarlegt og skynsamt fólk?
Hálka um allt land! Á Íslandi í janúar - Í HÁLKU!
Brotist inn á heimasíðu Hrunamanna­hrepps - OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? Það er brotist inn á mörg hundruð þúsund heimasíður á dag! Á DAG segi ég! Hvað er merkilegt við www.fludir.is? Eru e.t.v. gífurlegir almannahagsmunir þarna í húfi? Í guðs bænum þefið nú uppi eitthvað sem skiptir okkur máli en hættið að frussa yfir okkur gersamlega tilgangs- og innihaldslausum fréttum af nákvæmlega engu. Andskotinn hafi það - heimurinn er á vonarvöl, það er stríð, jöklar bráðna, auðlindir þorna, pólitíkusar stela frá kjósendum sínum og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182