Lesbók04.01.05 — Enter

Æ skelfing ætlar það að byrja brösulega, árið. Heil heimsálfa í sárum eftir ósamþykktan djúpsjávar­hiksta og nú flæðir hvítidauði enn og aftur úr fjöllum hér heima. Hnífsdælingum jafnt sem SríLönkum smalað af heimilum sínum - og hættustig blússandi í appelsínurautt út um hvippa og hvappa. Og það í miðju góðæri.

Á öld þar sem upplýsingum er bókstaflega troðið ofan í kok á okkur með fleiriþúsund megabita ljósleiðurum er ekki hægt að forða sítengdum strandaglópum í tæka tíð undan æðandi flóðbylgjum.

Á tímum þar sem við leikum okkur að því að stífla stórfljót, kaupa útlenskar dótabúðir og lækka verð á svörtum jeppum - eigum við ekki önnur ráð en að sjúga allt líf úr heilu byggðarlögunum og bíða hnípin og átekta meðan veðri og vindum slotar.

Þetta er svekkjandi. Það er það. Það er ömurlegt að hefja árið umkringdur örvæntingu og vonleysi, bara vegna þess að maður hafði efni á að fljúga kringum hálfan hnöttinn á jólunum. Það er líka ömurlegt að hefja það fjarri heimahögum, fjarri brauðristinni og nettengingunni - bara vegna þess að það snjóar.

Það er þrælskúffandi að geta fengið 100% lán, en geta líka fengið kvef.

Stundum mætti hreinlega halda að við værum ekki lengur ein í heiminum.

Gleðilegt ár.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182