Lesbók10.12.04 — Enter

Ég bara trúi þessu ekki. Ég barasta þverharðneita að trúa þessu. Einn ganginn enn - og enginn segir múkk? Ekki bofs - ekki píp.

Hafið þið litið á dagatalið? Jú, mikið rétt - aðfangadagur er á föstudegi. Húrrajibbívei fyrir þingmenn og skólabörn. Ojbaradjöfuls­ósanngirnis­ömurlegheit fyrir okkur hin.

Það skyldi þó ekki vera? Jú, mikið rétt. Það er enn eina ferðina verið að hafa okkur að fíflum.

Hann hlýtur að liggja garggrátandi úr hlátri í gröfinni, biblíumenntaði bavíaninn sem fyrstur var spurður hvenær best væri nú að halda blessuð jólin:

- Nú á afmæli jesúbarnsins, auðvitað.
- Já auðvitað. Hvenær er það?
- Ööö, bara í næstu viku.
- Í desember?
- Jájá. Best að drífa þetta bara af.
- Ókei. Hvaða dag?
- Tjahh. Hvað finnst þér?
- Föstudag kannski? Þúveist til að stemma við þúveist föstudaginn langa. Gæti verið sniðugt. Líka til að fá lengri helgi.
- Hmm. Þú meinar það. Ókei.
- Flott.
- Nei bíddu. Bíddubíddu - Við skulum aðeins sprella í liðinu. Höfum það 25.
- Ha? En þá er það alltaf að breytast!
- Hahaha. Já. Smá svona jólagrín. Við breytum því svo bara til baka þegar allir verða orðnir brjálaðir.
- Ókei!

Ég lýsi hér með frati á núverandi jólafyrirkomulag og mun ótrauður halda aðfangadag hátíðlegan fjórða miðvikudag í aðventu, sem að þessu sinni ber upp á 22. desember - og hvet ég aðra til að gera slíkt hið sama.

Góðar stundir.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182