Forystugrein – Enter
Enter

Ég bara trúi ţessu ekki. Ég barasta ţverharđneita ađ trúa ţessu. Einn ganginn enn - og enginn segir múkk? Ekki bofs - ekki píp.

Hafiđ ţiđ litiđ á dagataliđ? Jú, mikiđ rétt - ađfangadagur er á föstudegi. Húrrajibbívei fyrir ţingmenn og skólabörn. Ojbaradjöfuls­ósanngirnis­ömurlegheit fyrir okkur hin.

Ţađ skyldi ţó ekki vera? Jú, mikiđ rétt. Ţađ er enn eina ferđina veriđ ađ hafa okkur ađ fíflum.

Hann hlýtur ađ liggja garggrátandi úr hlátri í gröfinni, biblíumenntađi bavíaninn sem fyrstur var spurđur hvenćr best vćri nú ađ halda blessuđ jólin:

- Nú á afmćli jesúbarnsins, auđvitađ.
- Já auđvitađ. Hvenćr er ţađ?
- Ööö, bara í nćstu viku.
- Í desember?
- Jájá. Best ađ drífa ţetta bara af.
- Ókei. Hvađa dag?
- Tjahh. Hvađ finnst ţér?
- Föstudag kannski? Ţúveist til ađ stemma viđ ţúveist föstudaginn langa. Gćti veriđ sniđugt. Líka til ađ fá lengri helgi.
- Hmm. Ţú meinar ţađ. Ókei.
- Flott.
- Nei bíddu. Bíddubíddu - Viđ skulum ađeins sprella í liđinu. Höfum ţađ 25.
- Ha? En ţá er ţađ alltaf ađ breytast!
- Hahaha. Já. Smá svona jólagrín. Viđ breytum ţví svo bara til baka ţegar allir verđa orđnir brjálađir.
- Ókei!

Ég lýsi hér međ frati á núverandi jólafyrirkomulag og mun ótrauđur halda ađfangadag hátíđlegan fjórđa miđvikudag í ađventu, sem ađ ţessu sinni ber upp á 22. desember - og hvet ég ađra til ađ gera slíkt hiđ sama.

Góđar stundir.

Lesbók frá fyrri tíđ

Hvernig er ţađ eiginlega. Á ekkert ađ fara ađ bćta viđ styttum í ţessari niđurníddu grafhvelfingu sem miborgin okkar er óđum ađ umbreytast í?

Hvar er styttan af Halldóri Laxness, brjóstmyndin af Ţórbergi? Hvar eru Gunnar og Geir? Hvar er Steingrímur? Hvar er Davíđ?

Ţađ er til algerrar og háborinnar skammar ađ ekki sé mannskapur í fullri vinnu viđ styttugerđ hér í ţessari borgarlufsu. Hvar eru til ađ mynda forsetarnir okkar? Hvernig á ađ útskýra ţađ fyrir ćsku ţessa lands ađ ekki sé til stytta af Vigdísi Finnbogadóttur?

Ađ mađur tali ekki um ţann harmleik og reginhneisu ađ ekki skuli á blíđviđrisdegi vera hćgt ađ fá sér ís viđ styttuna af Jóni Páli.

Svei ţví bara. Er enginn ađ gera neitt í ţessu? Á ađ láta sögu heillar aldar fara til spillis? Endađi Íslandssagan virkilega međ Óla Thors? Klárađist ţá grjótiđ? Hrökk styttugerđarmađur ríkisins ađ svo búnu upp af?

Hvar eru Jónas og Jón Múli? Hvar er Villi Vill? Ellý? Hvar er Hemmi Gunn? Hvar eru Halli og Laddi? Hljómar? Hvar er Magnús Bjarnfređsson?

Og síđast en ekki síst – hvar í gauđrifnum greflinum er Hófí?

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA