Lesbók10.06.02 — Fannar Númason Fannsker

Nú er mér öllum lokiđ! Eru Íslendingar virkilega ţeir apakettir ađ láta Kínverja stjórna ţví hvađa túristar mega heimsćkja landiđ yfir hásumartímann? Ég hefi stađiđ í ţeirri meiningu ađ hérlend stjórnvöld vilji stuđla ađ fjölgun erlendra ferđamanna. Sú er ţó ekki raunin. Ekki ef ferđamennirnir eru međlimir í alţjóđlegri leikfimis- og friđarhreyfingu. Hinir tignu gestir frá Kína eru nefnilega yfir ţađ hafnir ađ ţurfa ađ berja augum fólk sem er ekki sama sinnis og ţeir. Fólk sem vill benda á ţau vođaverk sem gestir okkar úr austri hafa unniđ gegn friđelskandi heilsurćktendum eins og međlimum í Falun Gong.
En gott og vel, forseti Kína telur ađ ef engin mótmćli eru sýnileg, sé engu ađ mótmćla. Og dómsmálaráđherra og hennar kónar virđast á sama máli, enda gera ţau allt til ađ styggja ekki erlenda gesti, eins og sást best á NATO-fundinum, ţar sem stórhćttulegir starfsmenn hótels Sögu voru sendir heim og í heimsókn Li Pengs á dögunum, ţegar blađamenn voru lamdir og ţeim meinađ ađ taka myndir af höfđingjanum. Einnig hafa ţjónar lýđrćđisins í dómsmálaráđuneyti og hjá Ríkislögreglustjóra gert grein fyrir ákvörđun sinni međ ţví ađ ţungvopnađir lífverđir forsetans séu líklegir til ađ hefja skothríđ, sé stunduđ hugleiđsla of nálćgt hinum viđkvćma forseta. Afhverju í ósköpunum er veriđ ađ hleypa ţvílíkum villimönnum inn í landiđ á sama tíma og friđsćlum félögum í Falun Gong-íţróttafélaginu er meinuđ landganga á Íslandi? Ég krefst ţess ađ ţvílíkir brjálćđingar séu afvopnađir viđ komuna til landsins, ella mun ég halda mig innandyra međan á heimsókninni stendur til ađ verđa ekki á vegi slíkra vitfirringa. En ţađ er auđvitađ ţađ sem Kínverjar og laganna verđir vilja; ađ íbúar og gestir ţessa lands haldi sig fjarri slíkum höfđingjum, svo ţeir geti sannfćrt sig um ađ á Íslandi sé fólki sama um mannréttindabrot og yfirgang ţeirra. Og hvađ er svosem í húfi fyrir Íslendinga neiti ţeir ađ lúta kröfum Kínverja? Hćtta ţeir viđ ađ koma? Og hvađ međ ţađ? Geti ţeir ekki sćtt sig viđ lýđrćđislegar og samfélagsvćnar ađstćđur á Íslandi, eiga ţeir ađ halda sig heima hjá sér. Ef manni er bođiđ í náttfatapartí, mćtir mađur í náttfötum! Mađur telur ekki alla í partíinu á ađ klćđast engu, af ţví ađ mađur sefur sjálfur nakinn.
Hvađ ćtla íslensk stjórnvöld ađ ganga langt í sleikjuskap sínum viđ erlendar ţjóđir? Hversu djúpt geta ţeir hneigt sig fyrir yfirgangi Kínverja? Hve gleitt ćtlar lýđveldiđ Ísland ađ beygja sig ţegar Kína, í sturtuklefa heimsins, kastar sápunni fyrir fćtur ţess?

Góđar stundir.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182