Lesbók26.11.04 — Enter

Elsku Dolly mín.

Fyrirgefðu hvað ég skrifa sjaldan. Mér datt þú í hug í morgun þegar ég vaknaði í morgun með lagið ykkar Kennys um eyjarnir í straumnum, það fallega lag, á heilanum.

Ég fór þegar að hugsa um hvað þú værir að bardúsa núna og sá á heimasíðunni þinni að þú ert ennþá að syngja og skemmta - alltaf jafn dugleg. Mikið væri nú gaman að sjá þig skemmta í kólóseuminu í Vegas þann 7. desember. Og veistu, hver veit nema maður bara skelli sér. Það verður sko enginn svikinn af að sjá þig á sviði.

Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég sá þig fyrst - í Texas '79. Manstu? Ég, Íslendingurinn, stóð þarna bísperrtur við sviðið með spánnýjan kúrekahatt og flunkunýtt efrivararskegg, eilítið snúið til endanna og starði hugfanginn á þig. Hvílík rödd! Hvílík útgeislun! Hvílíkur barmur!

Og svo blikkaðirðu mig. Með þessum ógnarlöngu svarbláu augnhárum. Og brostir - þessu brosi sem heimsbyggðin öll ann og þarfnast svo mjög. Og í einu vetfangi var ég þinn.

Við hittumst alltof sjaldan núorðið Dolly mín - og mér þykir það miður, en það hefur verið svo ósköp mikið að gera hjá mér undanfarið. Ég vona samt að þú sért ekki búinn að gleyma mér. Dyr mínar standa þér alltaf opnar, eigir þú einhvern tíman leið um Vesturbæinn.

Kær kveðja frá öllum á Íslandi.
Þinn að eilífu,
Enter.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182