Forystugrein – Númi Fannsker
Númi Fannsker

Fyrir örfáum mínútum síđan fékk ég í hendurnar eintak af alfrćđiriti Baggalúts „Sannleikurinn um Ísland“, glóđvolgt úr prentsmiđju.

Bókin er fagurrauđ og af henni er ţessi hressandi ilmur sem einkennir nýprentađar bćkur. Blađsíđurnar eru 220 og á ţeim er bćđi texti og myndir. Í bókinni leitast höfundur (Baggalútur) viđ ađ miđla sannleikanum um Ísland til almennings og dregur hvergi undan.

Bókin er vćntanleg í verslanir á allra nćstu dögum og kostar álíka mikiđ og tveir tvöfaldir gin í tónikk á bar.

Lifi sannleikurinn!

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíđ

Heyrđu - ţađ er nú meiri ţrusuţátturinn ţetta Kastljós! Ég veit ekki alveg hvađ gerđist, ég er nefnilega ekki vanur ađ skipta um skođun. Minnist ţess nú bara ekki ađ hafa nokkurntímann gert ţađ. Ekki nema ţegar ég kaus framsóknarflokkinn í sveitarsjórnarkosningunum 1990. Ţá skipti ég um skođun um leiđ og ég sleppti atkvćđaseđlinum ofan í kjörkassann. En undanfariđ hef ég sumsé lćrt ađ meta ţennan beinskeytta, menningarlega fréttaskemmtiţátt. Ţarna er nefnilega fjallađ um alvöru málefni. Auđvitađ má sosum deila um hversu mörg viđtöl ćtti ađ taka viđ menn sem skreyta húsin sín fyrir jólin, 2-3 ćtti ađ vera nóg - en fréttamennskan ţarna ristir nú sem betur fer mun dýpra. Ţađ var t.d. dásamlegt ađ heyra og sjá Ţórhall siđa Jón Ólafsson til eins og smástrák í byrjun óklippta viđtalsins frćga - og í raun ćtti ţetta viđtal ađ vera skylduefni í kennslu í viđtalstćkni í hagnýtri fjölmiđlun, ţar sem Jón kastađi sér brosandi ofan í alla ţá pytti sem hann var leiddur ađ. Ćđi.

Eins var stórkostlegt ađ fylgjast međ samtali prestanna um hommavígslur. Annar var svo fullur af náungakćrleik ađ hann steingleymdi ađ hafa skođanir á umrćđuefninu og hinn endurtók ţađ sama aftur og aftur. Ţarna „kristallađist “ eiginlega vandi Ţjóđkirkjunnar í beinni útsendingu í Kastljósi. Ómetanlegt.

Öllu ţessu stýrir svo hann Ţórhallur Bond, eins og herforingi úr epískri Biblíuhollívúddmynd. En enginn Logi ţví hann er ađ fara ađ stjórna Gettu betur fyrir fullorđna á Stöđ2. Klár strákur hann Logi, eđa hvađ?

Númi Fannsker 06.12.05
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA