Lesbók12.10.04 — Enter

Ţessa dagana stendur yfir val á ţjóđarblómi okkar Íslendinga. Ţví ber ađ fagna, ţó ekki sé nema fyrir ţađ traust sem íslenskum almenningi er loks sýnt međ jafn vandasamri og ţýđingarmikilli ţjóđar­atkvćđagreiđslu.

Ég hlýt ţó ađ furđa mig á ţeim kandítötum sem í bođi eru. Sćt blóm - jájá, en heldur rislítil.

Ţarna höfum viđ fjóra framjóđendur í kynvilltum fjólubláma. Ţar af tvćr tegundir, blóđberg og lambagras, sem ekki nokkur kjaftur ţekkir sundur. Einnig Blágresi, sem gćti í sjálfu sér veriđ ágćtis brandari - ţví nćr ómögulegt er ađ mynda ţađ svo vel sé vegna útfjólubláma ţess. Loks Geldinga­hnapp, sem er vissulega dónalegasta nafniđ sem í bođi er, en er ađ öđru leyti óttalega óspennandi eitthvađ. Minnir helst á misheppnađ ástarbréf, ellegar salernispappír - samankuđlađ og bleikt.

Gleym-mér-ei-in er ćgifögur og kćmi vel til greina. - Í SVÍŢJÓĐ! Ţađ er ég viss um ađ markađs­frćđingar Ikea sitji núna sveittir á kosningavef mbl.is međ kennitölur fráfallinna Íslendinga og kjósi kjötbollu­salatiđ grimmt.

Fífan er alltaf vođa sćt. Lođin og blaut. En andskotinn hafi ţađ - er hún blóm „sem gćti haft táknrćnt gildi og sem ţjónađi hlutverki sem sameiningartákn; blóm sem nýta mćtti í kynningar- og frćđslustarfi bćđi hér á landi og á erlendum vettvangi“?.
Ég meina - fyrir utan ađ minna á fátt annađ en ţrćlahald og kvef; segir túberađur albínóadvergur ykkur eitthvađ?

Ţá er ţađ bara blessuđ holtasóleyin. Tvímćlalaust fýsilegasti kosturinn. Kuldalegt illgresi sem alls­stađar nćr ađ skjóta rótum. Hún hefur ţađ fram yfir ađra keppendur ađ hafa veriđ valin ţjóđarblóm Íslands á fimmtíu ára afmćli lýđveldisins, 1994. Á ţessum eina áratug hefur ţađ ţó bersýnilega gleymst og er ţví ćđi hćpiđ ađ veita ţessu litlausa spćleggi brautargengi á ný.

Ţar međ er ţađ upptaliđ. Var ekki hćgt ađ finna eitthvađ eilítiđ meira krassandi. Hvar er túnfífillinn? Hvar er ţarinn?! Hvar er alltumlykjandi og grćđandi mosinn?! Hundasúran og arfinn?

Ég skilađi auđu.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182