Forystugrein – Enter
Enter

Góđir gestir.

Frá og međ morgundeginum, 17. júní, fer ritstjórn Baggalúts í sumarfrí.

Á međan verđur vefsvćđum og gagnageymslum Baggalúts lokađ, međ örfáum undantekningum.

Helstu sönglög Baggalúts verđa áfram ađgengileg, enda varla hćgt ađ gera ţjóđinni ţađ ađ lćsa viđlíka perlur inni á háannatíma útilegumanna og frístundagítarleikara. Í ţví samhengi skal sérstaklega skal minnt á stuđningslag Vigdísar Finnbogadóttur, sem er auđvitađ frábćrt.

Gestapó verđur einnig opin áfram ađ kröfu gesta, ţó líklega eitthvert rask á henni međan tćknideild Baggalúts hlúir ađ og yfirfer kóbalttankana sem hýsa vefinn.

Ađ lokum minnum viđ á ađ útvarpsráđ Baggalúts mun halda áfram daglegum innslögum í dćgurmálaútvarp Rásar 2, enda eru ţeir starfsmenn samsteypunnar enn lausráđnir og hafa ţví ekki rétt á sumarleyfi.

Međ harm í hjarta, vinsemd og virđingu.
Takk fyrir veturinn.

Gleđilegt sumar.

Lesbók frá fyrri tíđ

Vissuđ ţiđ ađ erlendar skuldir íslensku ţjóđarinnar nema yfir eitt ţúsund milljörđum króna! Vissuđ ţiđ ţetta? Ég hafđi nefnilega ekki hugmynd um ţetta fyrr en ég las ţađ í Morgunblađinu. Nćr allar ţessar milljón milljónir eru međ breytilegum vöxtum, ţannig ađ hćkki hinir erlendu vextir um eitt prósent - aukast vaxtagjöldin um níu ţúsund milljónir! Og samkvćmt Morgunblađinu, sem hefur sínar upplýsingar frá KB-banka, er einmitt ađ vćnta slíkrar vaxtahćkkunar á nćstunni!

GUĐ MINN ALMÁTTUGUR! Hvađ gerum viđ ef vextirnir hćkka ekki um eitt, heldur ŢRJÚ prósent? Lokum sjoppunni og flytjum til Kanarí? - eins og frćgur smásagnahöfundur sagđi eitt sinn. Ég er hrćddur um ađ ţađ ţyrfti meira en Alcoa og MTV-verđlaunin til ađ rétta okkur af ţá.

Svo er mađur ađ hafa áhyggjur af yfirdrćttinum sínum - eins og fífl!

Númi Fannsker 04.05.04
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA