Forystugrein – Númi Fannsker
Númi Fannsker

Þann 26. júní nk. gengur íslenska þjóðin til kosninga um forseta Íslands. Í framboði eru þrír menn: Ólafur Ragnar Grímsson, Lovethor Magnússon og Baldur.

Enginn ofangreindra manna er skynsamlegur valkostur og ef við erum fullkomlega heiðarleg þá viðurkennum við vitaskuld öll að í hjarta okkar viljum við frú Vigdísi aftur - enda var allt svo miklu betra þegar hún sat á stóli forseta.

Baggalútur skorar því af öllu sínu hjarta á frú Vigdísi Finnbogadóttur að koma íslensku þjóðinni til bjargar á þessum skelfilegu tímum, með því að bjóða sig fram á nýjan leik.

VIÐ SÖKNUM ÞÍN ÖLL FRÚ VIGDÍS!

Baggalútur hefur hljóðritað lofgjörðar- og áskorunartónverk í því skyni að hvetja og styðja frú Vigdísi til að fara aftur fram.

Lagið ásamt upplýsingum um tilurð þess má nálgast hér

Fréttir
Enter – 31.07.18
 
Enter – 06.02.18
 
Útgáfa
Lesbók frá fyrri tíð

Jæja. Þá erum við mættir til vinnu. Ekki seinna vænna, enda allt á leið hraðbyri til tengdamóður andskotans.

Ritstjórn gerði sér það helst til dundurs að skella sér á Íslendingaslóðir Norður-Ameríku, við mikinn og gagnkvæman fögnuð.

Ferðin var í alla staði stórfengleg og alveg er það raunar frámunalega merkilegt að allt kurteisa, fallega og gáfaða fólkið skuli hafa flúið land meðan það hafði tækifæri til. Sko það. Eða svo maður vitni í hæstvirtan stjórnarformann Baggalúts á liðnum ríkisráðsfundi: „Nú er bara að þýða allt fokkings draslið á ensku og drullast héðan.“

En hvað um það. Annað er helst í fréttum að ægivinsæll og umdeildur hljómsveitararmur samsteypunnar er að leggja lokahönd á tímamóta gleði- og samkvæmisskífu fyrir alla fljölskylduna. Hún mun heita því vel til fundna nafni „Nýjasta nýtt“ – og eitthvað mun heyrast af henni innan tíðar. Ef þið verðið stillt og prúð.

Annars er það bara stuð, stuð, stuð og gleði, gleði, gleði.

Áfram Ísland.

m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Spesi – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
Númi Fannsker – Forystugrein
 
Enter – Sálmur
 
Enter – Forystugrein
 
Enter – Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 89, 90, 91  
Þjóðbók
Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA