Lesbók21.05.04 — Enter

Einhvurjir spekingar hafa verið að velta því fyrir sér hvers vegna svo fáir Íslendingar taka þátt í fjöldamótmælum. Jafnvel þó þjóðin sé grautfúl og grútspæld yfir einhverju mætir aldrei kjaftur í þessi skipulögðu nöldurhóf. Ekki nema einstaka erkikommi að lofta úr lopapeysunni og nokkrir selskapssæknir rónar. Furðulegt.

En ég get svosum alveg sagt ykkur hvers vegna þetta er.

Það er vegna þess að blettsköllóttu bavíanarnir sem skipuleggja þessar kveinstöður halda þær alltaf úti. Úti í góða veðrinu, sjáiði til.

Ekki veit ég hvaða mollumettu útópíu verið er að apa þessa fimbulfárænu eftir - en svo mikið er víst að endalausar kröfugöngur í grenjandi rigningu, míglekir útifundir og gaddfreðnar mótmælastöður í beljandi stórhríð eru ekki alveg að gera sig. Ekki alveg.

Íslendingar eru innipúkar. Þeir nenna ekki svona veseni.

Hvað er að því að leigja sal, skemmu - eða tjald, slá saman í bjórkút og mótmæla svolítið hressilega og dólgslega - innandyra? Er það endilega skilyrði að allir fái kvef ef það á að sýna samstöðu?

Ég skal veðja við ykkur að ef þjóðfundurinn hefði verið haldinn einhversstaðar úti á túni, en ekki innandyra í MR, þá hefði ekki kjaftur tekið undir með Jóni Sigurðssyni - enda hefðu allir verið löngu farnir inn í hlýjuna að fá sér kaffog meððí.

 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Myglar — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Gagnrýni
 
        1, 2, 3, 4, 5, 6 ... 180, 181, 182