Lesbók14.05.04 — Númi Fannsker

Ég hef alla tíð stutt Ólaf Ragnar í embætti forseta. Hann er glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar, skeleggur og vel gefinn. Stundum hefur mér þótt hann fara dulítið yfir strikið - t.d. þegar hann þröngvaði fréttum af sambandi sínu við núverandi eiginkonu sína upp á íslensku þjóðina, sem var nákvæmlega sama um það hvort forsetinn ætti kærustu, hvaðan hún væri og hverja hún þekkti.

En svona yfirleitt hef ég verið mjög sáttur við hann sem forseta og hafði hugsað mér að kjósa hann í sumar. Þá tekur blessaður maðurinn sig til og fer í einhverskonar pólitískan síðastaleik við forsætisráðherra þar sem þeir skiptast á að klukka hvorn annan eins og smástrákar í skátaferðalagi. Nýjastanýtt hjá forsetanum er að skrópa í brúðkaup ríkisarfa helstu vinaþjóðar Íslands! Íslenska þjóðin hefur falið honum það hlutverk að sækja slíka viðburði fyrir sína hönd og greiðir honum fúlgur fjár fyrir. Það er beinlínis starf hans að vera fulltrúi þjóðarinnar á slíkum viðburðum. En nei - nú er kjörið tækifæri til að klukka forsætisráðherra, þá dugir nú bara að senda Dorrit með pakka.

Ef það er stefna forsetaembættisins að móðga dönsku krúnuna fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, þá er þetta gott og blessað. Hafi ákvörðun forsetans hinsvegar eitthvað með hið svokallaða fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar að gera, þá er deginum ljósara að tími Ólafs Ragnars í embætti forseta er liðinn og tímabært að hleypa öðrum að.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182