Lesbók04.05.04 — Númi Fannsker

Vissuð þið að erlendar skuldir íslensku þjóðarinnar nema yfir eitt þúsund milljörðum króna! Vissuð þið þetta? Ég hafði nefnilega ekki hugmynd um þetta fyrr en ég las það í Morgunblaðinu. Nær allar þessar milljón milljónir eru með breytilegum vöxtum, þannig að hækki hinir erlendu vextir um eitt prósent - aukast vaxtagjöldin um níu þúsund milljónir! Og samkvæmt Morgunblaðinu, sem hefur sínar upplýsingar frá KB-banka, er einmitt að vænta slíkrar vaxtahækkunar á næstunni!

GUÐ MINN ALMÁTTUGUR! Hvað gerum við ef vextirnir hækka ekki um eitt, heldur ÞRJÚ prósent? Lokum sjoppunni og flytjum til Kanarí? - eins og frægur smásagnahöfundur sagði eitt sinn. Ég er hræddur um að það þyrfti meira en Alcoa og MTV-verðlaunin til að rétta okkur af þá.

Svo er maður að hafa áhyggjur af yfirdrættinum sínum - eins og fífl!

 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 180, 181, 182