Lesbók01.04.04 — Númi Fannsker

"Aldrei treysta fallegu fólki", sagði afi minn eitt sinn við mig. "Afhverju ekki afi?", spurði ég. "Af því bara", sagði þá gamli maðurinn.
Þetta "af því bara" hans afa míns þótti mér ekki nægileg rök til að vara mig á fallegu fólki og ég hef því, eins og svo margir aðrir dregist að þessum fallega, litla hópi innan okkar annars ófríða samfélags.

Í gegnum tíðina hef ég svo horft á fallega fólkið stytta sér leið í gegnum lífið; fara fram fyrir biðröðina, fá hærri laun og hærri einkunnir í skóla, fá betri þjónustu á veitingastöðum, afslætti á dekkjaverkstæðum - öðlast aðdáun og athygli samfélagsins. Af því það er fallegt - af því bara.

Afi minn treysti ekki fallega fólkinu, hann taldi það sleppa of 'billega' gegnum lífið til að það væri hægt að taka það alvarlega - til að það tæki aðra alvarlega. Kannski hafði hann rétt fyrir sér, kannski á maður ekki að treysta fallegu fólki, kannski á maður bara að treysta sjálfum sér og engum öðrum - jafnvel þótt maður sé fallegur sjálfur.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182