Lesbók17.03.04 — Spesi

En stórkostlegt!

Nú er í umræðunni að breyta fyrirkomulagi sorphirðu á landinu. Meðal þess sem breytingarnar fela í sér er að hver sorptunna verður merkt eiganda hennar, magn sorpsins verður mælt þegar hún er tæmd og gjald vegna losuninnar verður byggt á því magni.

Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir þá sem láta sig umhverfið varða, því með þessu móti verður ef til vill hægt að sporna við ýmiss konar ofnotkun, t.d. munu líklega margir frekar kjósa að lesa dagblöð á Internetinu til að spara pappírsnotkun.

Þá eru þetta einnig góðar fréttir fyrir þá sem eru neyslugrannir á slíkan úrgang, því gjaldið sem þeir þurfa að greiða fyrir sorphirðu verður í samræmi við neyslu þeirra.

Sjálfur mun ég líklegast bara fara að nota ruslatunnu nágrannans.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182