Lesbók25.02.04 — Enter

Ég er ekki mjög gefinn fyrir tónlist.
Hlusta helst ekki á slíkt nema tilneyddur og hef afskaplega lítiđ álit á ţeim sem stunda ţessa dapurlegu og yfirborđskenndu iđn.

Ţó sá ég mig knúinn til ađ hlýđa á nýjasta sköpunarverk hljómsveitarinnar dr. Gunna - en sú sveit kennir sig viđ og inniheldur náunga, heldur torkennilegan ásýndum, sem heitir Gunnar Hjálmarsson og mér ţykir nokkuđ til koma.

Ađrir liđsmenn sveitarinnar eru augljóslega ekki nógu merkilegir til ađ vera nefndir í heiti sveitarinnar, en virđast ţó nokkuđ frambćrilegir undirleikarar allir. Ţađ var mér til ađ mynda persónulegt gleđiefni ađ finna ţarna, innan um kommúnista og kynvillinga, betri helming hinnar frábćru nýrómatísku sveitar Nicaraqa Group - sem ţarna trommar af innlifun og trallar međ nokkrum lögum.

Ţađ er falsdoktorinn Gunnar sem semur lög og texta, auk ţess ađ syngja og spila á gítar. Lögin eru melódísk, en um leiđ ruddaleg og voru mér flest vel ađ skapi. Í sérstöku uppáhaldi mínu eru 'Konurnar í lífi Errós' og 'Homo Sapiens', en ţađ má vćntanlega skrifa á mitt međfćdda svagelsi fyrir hressilegum bakraddasvörum í viđlögum.

Rödd Gunnars er sérstök, jafnvel einstök - og breimskotnir smámelluskrćkir hans og stuđpíp eru efalítiđ ekki öllum ađ skapi. Mér koma ţau ţó alltaf í gott skap og ţví fleiri, ţví betra.

Textarnir eru slettufylltir, strjálrímađir og formfirrtir - en viđurstyggilega skemmtilegir engu ađ síđur og sumir meir ađ segja nauđsynlegir - og ćttu helst ađ vera til á hverju heimili.

Ekki ćtla ég ađ tjá mig sérstaklega um hljóđmynd plötunnar, vel má vera ađ hún sé sú fullkomnasta sem heyrst hefur hér á landi - ég hef ekkert vit á ţví. Ég veit bara ađ hún virkađi.

Umslagiđ er einkar vel heppnađ. Ţađ er frísklegt, litríkt og fagurlega myndskreytt - sérstaklega ţótti mér vćnt um ađ sjá ţar mynd af apa, en ţá hefur mér löngum ţótt skorta tilfinnanlega í íslenska popphönnun.

Textar eru prentađir í umslagiđ og er ţađ vel. Fáein atriđi stungu ţó í augu: Samrćmi í notkun punkta og úrfellingamerkja er ţó ábótavant, betra vćri ađ fara 'af stađ' í Hvalfirđi '78 og vísuorđiđ 'Erró ţekkir allir ađal beljurnar' hefđi ţolađ yfirlestur. Eins fá Gyđingar lítinn upphafsstaf í titillaginu, en ţađ er nú bara gott á ţá.

Ađ ţessu samanteknu hlýt ég ađ óska strákunum í doktori Gunna til lukku međ afkvćmiđ - og árna ţeim velfarnađar á komandi misserum. Megi ţeir meika ţađ sem oftast og lengst.

Ţetta lof mitt ţýđir samt ekki ađ ég hafi fengiđ aukiđ álit á tónlist almennt - heldur einungis ađ mér varđ ekki líkamlega illt viđ hlustunina.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182