Lesbók11.04.02 — Númi Fannsker

Lesendur heilir.

Í dag bárust fréttir af ţví ađ menntamálaráđherra, borgarstjóri, fjármálaráđherra og samgönguráđherra hefđu gert međ sér samkomulag um ađ eyđa 6.000.000.000 króna í byggingu tónlistarhúss viđ Reykjavíkurhöfn. Sex milljörđum! Sex ţúsund milljónum sem á ađ kasta á bál hinnar opinberu umsýslu. Ráđa eitt stykki Árna Johnsen til ađ kaupa inn og skipa svo eitt stykki ţjóđmenningarhússstjóra til ađ reka batteríiđ. Bruđla hér og spređa ţar. Og til hvers? Til ađ hér sé hćgt ađ leika tónlist í stóru húsi, međ bílageymslu og rúmgóđu fatahengi. Opinberu tónlistarhúsi hins íslenska ríkis. Loksins verđur hćgt ađ flytja ódauđlega klassíska tónlist, loksins hćgt ađ raula heimsins bestu óperur loksins hćgt ađ hlusta á Didda fiđlu og Garđar Cortez - báđa í einu, loksins hćgt ađ afhenda íslensku tónlistarverđlaunin í STÓRUM sal, loksins hćgt ađ halda Heimilissýninguna annarsstađar en í Laugardalshöllinni, loksins hćgt ađ taka á móti Rolling Stones. Og ţó. Í Kópavogi er prýđisgott tónlistarhús ţar sem Diddi og Garđar syngja reglulega, íslenska óperan er stađsett í besta leikhúsi bćjarins, Háskólabíó rúmar Synfóníuhljómsveitina ásamt fáeinum kórum samtímis, Heimilissýningin er mjög vel stađsett í Höllinni og Íslendingar eru of blankir og fáir fyrir Stones. Hvađ er ţá ađ? Jú sjáiđ til, okkur vantar nefnilega hús á HEIMSMĆLIKVARĐA. Hús sambćrilegt viđ óperuhúsiđ í Sidney og Ţúsaldarhvelfinguna í Lundúnum. Hús ţar sem hćgt er ađ stinga í samband hljóđnemum á klósettinu og heyra allar heimsins saumnálar detta á salargólf lagt sérlega hljóđeinangrandi viđarborđum frá Amazon.

Viđ erum bjánar. Viđ látum bjóđa okkur ţetta á heimsmćlikvarđa og hitt sem jafnast á viđ ţađ sem gerist best í útlöndum, án ţess ađ velta ţví fyrir okkur hvers viđ ţörfnumst í raun og veru. Viđ ţurfum ađ byggja leikskóla, elliheimili, borga mannsćmandi laun, efla heilsugćslu, bćta almenningssamgöngur, draga úr mengun ... - Reyndar myndu sex ţúsund milljónir hrökkva skammt til allra ţessara verkefna, en ţađ vćri ţó byrjun.

Góđar stundir.

Sendu Núma póst

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182