Lesbók25.03.02 — Kaktuz

Veikasti hlekkur norrćnnar menningar hefur löngum veriđ dćgurtónlistin. Langt er síđan Bellman sćnski var og hét og var hann ţó varla norrćnni en Saxanir sem nú ráđa Suđureyjum....og ţó. Alltént ţá hefur nú risiđ upp sú sveit sem ber uppi fánum hinna sönnu norrćnu ţjóđa. Ţađ er Týr hin fćreyska. Vissulega höfum viđ hér á Baggalúti háđ harđar rimmur viđ fćreysku Landstjórnina en ţađ hefur einnungs veriđ viđ hana, ţeas Landstjórnina en ekki blessađa brćđur okkar sem byggja ţessi grćnu sker. En aftur ađ efninu: Týr.

Tý skipa fjórir hressir strákar á aldrinum tuttugu til ţrjátíu ára, hver öđrum myndarlegri. Af myndum sem fylga međ geislaplötu ţeirra "How far to Asgaard", sést ađ allir hafa ţeir í heiđri hinar fornu venjur forferđra okkar í germönskum klćđaburđi og hárvexti. Einkum klćđast ţeir leđri dökku ţó einn sé í bláum herklćđum sem minna á seinni tíma víkinga, allir karlmannlegir og vaskir drengir ađ sjá. Ţá hafa ţeir brugđiđ á ţađ ráđ ađ rita nafn hljómsveitarinnar međ hinu forna rúnaletri sem er einkar vel tilfundiđ vegna uppruna sveitarinnar og efnistaka hennar. Tónlistin sjálf er kraftmikil og grípandi einkum eru löngin Ormurin Langi og Hail to the Hammer frábćr.

Einn er ţó löstur á gripnum og er ţađ óhófleg notkun á enskunni viđ textagerđ. Vonandi bćti ţeir sig ţar, fyrir nćstu útgáfu, í ţeim málum. Nú hefur heyrst ađ sveitin sé á leiđ til Íslands, hvet ég alla sanna menningarsinna ađ mćta, helst svolítiđ viđ skál. Ţađ mun ég gera.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182